Rússneskur ritstjóri sem flúði land eftirlýstur Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2021 17:01 Roman Dobrokhotov, ritstjóri Insider. Hann flúði land en lögreglan hefur gert húsleit á heimili hans og heimili foreldra hans í dag. AP/Alexander Zemlianichenko Yfirvöld í Rússlandi hafa lýst eftir þekktum rússneskum rannsóknarblaðamanni sem hefur tekið þátt í umfangsmiklum rannsóknum sem beinast gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Roman Dobrokhotov, stofnandi og ritstjóri Insider, er eftirlýstur fyrir að hafa laumað sér yfir landamæri Rússlands og Úkraínu. Meðal annars hafa Dobrokhotov og Insider komið að rannsóknum á banatilræðinu gegn fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal, sem rússneskir útsendarar leyniþjónustu hers Rússlands (GRU) hafa verið sakaðir um að framkvæma, og eitrun stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Eitrað var fyrir báðum með taugaeitrinu Novichok. Í einni rannsókn Insider varpaði miðillinn, auk annarra, ljósi á sérstaka sveit Leyniþjónustu Rússlands (FSB), sem hafði fylgt Navalní eftir um langt skeið og eitrað fyrir honum. Sjá einnig: Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Í dag gerðu lögregluþjónar húsleit á heimili Dobrokhotov og foreldrum hans. Eiginkona hans og faðir voru færð í yfirheyrslur, auk þess sem símar þeirra, tölvur og aðrar eigur voru teknar af þeim. Fjölmiðlar undir miklum þrýstingi Ráðamenn í Rússlandi hafa beitt sjálfstæða fjölmiðla, stjórnarandstæðinga og mannréttindasinna töluverðum þrýstingi á undanförnum mánuðum, eins og fram kemur í frétt Guardian. Fjölmiðillinn Insider var skilgreindur sem óæskilegur aðili í sumar. Sú skilgreining felur í sér að forsvarsmenn fyrirtækisins þurfa að gera grein fyrir öllum fjárveitingum til þeirra og merkja sérstaklega allt sem miðillinn birtir. Seinna í þeim júlí var gerð húsleit á heimili Dobrokhotov og hann færður í yfirheyrslu. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Þá var nýverið opnuð rannsókn gegn stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní og hann sakaður um stofnun öfgasamtaka á grundvelli laga sem voru ekki til þegar hann stofnaði samtök, sem heita Sjóður gegn spillingu. Þau hafa á undanförnum árum varpað ljósi á meinta spillingu Vladímírs Pútín forseta og ríkisstjórnar hans. Þau voru skilgreind sem öfgasamtök í júní. Fjölmargir bandamenn Navalnís hafa verið handteknir eða flúið land á eftir að samtökin voru skilgreind sem öfgasamtök. Sjá einnig: Saka Navalní um að ætla sér ofbeldisfulla valdatöku Í samtali við Meduza, sjálfstæðan fjölmiðil sem yfirvöld í Rússlandi hafa einnig skilgreint sem óæskilega aðila eða útsendarar erlendra aðila, segir Roman Dobrokhotov, að eftir að hann tók þátt í rannsóknum með CNN og Bellingcat hafi vinir hans sagt honum að koma sér úr landi. Það væri galið og jafngildi sjálfsmorðs að búa áfram í Moskvu. Heitir meiri rannsóknarvinnu „Ég hunsaði þessar viðvaranir. Það var ekki fyrr en útsendarar öryggisþjónustunnar brutu niður hurðina að íbúð minni og tóku af mér tölvurnar og símana að ég áttaði mig á því að ég fengi ekki að vinna vinnu mína frá þessu landi,“ sagði Dobrokhotov. Hann sagði ríkisstjórn Rússlands hafa brotið lögin. Vegabréf hans hefði verið tekið af honum og nú væri verið að reyna að klína á hann glæp. „Brottför mín og þessi rannsókn mun ekki hafa nein áhrif á störf Insider. Þvert á móti mun fréttastofan verða virkari en nokkru sinni áður,“ sagði Dobrokhotov. Hann sagði að til stæði að ráða fleiri blaðamenn og birta fleiri og umfangsmeiri rannsóknir en áður. Rússland Fjölmiðlar Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Stofnandi stórs netöryggisfyrirtækis handtekinn fyrir landráð Stofnandi eins stærsta netöryggisfyrirtækis Rússlands var handtekinn í gær vegna gruns um hann hafi framið landráð. Hann hefur verið úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald en gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi. 29. september 2021 15:16 Rússar heita hefndum gegn YouTube og þýskum fjölmiðlum Utanríkisráðuneyti Rússlands ætlar að leita leiða til að koma höggi á bandaríska fyrirtækið YouTube og þýska fjölmiðla. Það er eftir að YouTube lokaði þýskum YouTube-rásum rússneska ríkismiðilsins RT. 29. september 2021 11:29 Pútín með nægan stuðning í Dúmunni til að breyta stjórnarskrá Sameinað Rússland, flokkur Pútíns Rússlandsforseta, hlaut 324 af 450 þingsætum í Dúmunni í nýafstöðnum kosningum þar í landi. Þetta var staðfest af kjörstjórn í dag og er 19 sætum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Engu að síður tryggja þessi úrslit Pútín sterka stöðu. 21. september 2021 19:09 Tæknirisar láta undan þrýstingi Kremlverja og fjarlægja kosningaforrit Bæði Google og Apple, tvö af stærstu tæknifyrirtækjum heims, hafa orðið við kröfum rússneskra stjórnvalda og fjarlægt snjallforrit Alexeis Navalní sem átti að hjálpa kjósendum að finna frambjóðendur til að kjósa sem gætu skákað stjórnarflokki Pútín forseta. 17. september 2021 08:53 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Meðal annars hafa Dobrokhotov og Insider komið að rannsóknum á banatilræðinu gegn fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal, sem rússneskir útsendarar leyniþjónustu hers Rússlands (GRU) hafa verið sakaðir um að framkvæma, og eitrun stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Eitrað var fyrir báðum með taugaeitrinu Novichok. Í einni rannsókn Insider varpaði miðillinn, auk annarra, ljósi á sérstaka sveit Leyniþjónustu Rússlands (FSB), sem hafði fylgt Navalní eftir um langt skeið og eitrað fyrir honum. Sjá einnig: Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Í dag gerðu lögregluþjónar húsleit á heimili Dobrokhotov og foreldrum hans. Eiginkona hans og faðir voru færð í yfirheyrslur, auk þess sem símar þeirra, tölvur og aðrar eigur voru teknar af þeim. Fjölmiðlar undir miklum þrýstingi Ráðamenn í Rússlandi hafa beitt sjálfstæða fjölmiðla, stjórnarandstæðinga og mannréttindasinna töluverðum þrýstingi á undanförnum mánuðum, eins og fram kemur í frétt Guardian. Fjölmiðillinn Insider var skilgreindur sem óæskilegur aðili í sumar. Sú skilgreining felur í sér að forsvarsmenn fyrirtækisins þurfa að gera grein fyrir öllum fjárveitingum til þeirra og merkja sérstaklega allt sem miðillinn birtir. Seinna í þeim júlí var gerð húsleit á heimili Dobrokhotov og hann færður í yfirheyrslu. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Þá var nýverið opnuð rannsókn gegn stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní og hann sakaður um stofnun öfgasamtaka á grundvelli laga sem voru ekki til þegar hann stofnaði samtök, sem heita Sjóður gegn spillingu. Þau hafa á undanförnum árum varpað ljósi á meinta spillingu Vladímírs Pútín forseta og ríkisstjórnar hans. Þau voru skilgreind sem öfgasamtök í júní. Fjölmargir bandamenn Navalnís hafa verið handteknir eða flúið land á eftir að samtökin voru skilgreind sem öfgasamtök. Sjá einnig: Saka Navalní um að ætla sér ofbeldisfulla valdatöku Í samtali við Meduza, sjálfstæðan fjölmiðil sem yfirvöld í Rússlandi hafa einnig skilgreint sem óæskilega aðila eða útsendarar erlendra aðila, segir Roman Dobrokhotov, að eftir að hann tók þátt í rannsóknum með CNN og Bellingcat hafi vinir hans sagt honum að koma sér úr landi. Það væri galið og jafngildi sjálfsmorðs að búa áfram í Moskvu. Heitir meiri rannsóknarvinnu „Ég hunsaði þessar viðvaranir. Það var ekki fyrr en útsendarar öryggisþjónustunnar brutu niður hurðina að íbúð minni og tóku af mér tölvurnar og símana að ég áttaði mig á því að ég fengi ekki að vinna vinnu mína frá þessu landi,“ sagði Dobrokhotov. Hann sagði ríkisstjórn Rússlands hafa brotið lögin. Vegabréf hans hefði verið tekið af honum og nú væri verið að reyna að klína á hann glæp. „Brottför mín og þessi rannsókn mun ekki hafa nein áhrif á störf Insider. Þvert á móti mun fréttastofan verða virkari en nokkru sinni áður,“ sagði Dobrokhotov. Hann sagði að til stæði að ráða fleiri blaðamenn og birta fleiri og umfangsmeiri rannsóknir en áður.
Rússland Fjölmiðlar Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Stofnandi stórs netöryggisfyrirtækis handtekinn fyrir landráð Stofnandi eins stærsta netöryggisfyrirtækis Rússlands var handtekinn í gær vegna gruns um hann hafi framið landráð. Hann hefur verið úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald en gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi. 29. september 2021 15:16 Rússar heita hefndum gegn YouTube og þýskum fjölmiðlum Utanríkisráðuneyti Rússlands ætlar að leita leiða til að koma höggi á bandaríska fyrirtækið YouTube og þýska fjölmiðla. Það er eftir að YouTube lokaði þýskum YouTube-rásum rússneska ríkismiðilsins RT. 29. september 2021 11:29 Pútín með nægan stuðning í Dúmunni til að breyta stjórnarskrá Sameinað Rússland, flokkur Pútíns Rússlandsforseta, hlaut 324 af 450 þingsætum í Dúmunni í nýafstöðnum kosningum þar í landi. Þetta var staðfest af kjörstjórn í dag og er 19 sætum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Engu að síður tryggja þessi úrslit Pútín sterka stöðu. 21. september 2021 19:09 Tæknirisar láta undan þrýstingi Kremlverja og fjarlægja kosningaforrit Bæði Google og Apple, tvö af stærstu tæknifyrirtækjum heims, hafa orðið við kröfum rússneskra stjórnvalda og fjarlægt snjallforrit Alexeis Navalní sem átti að hjálpa kjósendum að finna frambjóðendur til að kjósa sem gætu skákað stjórnarflokki Pútín forseta. 17. september 2021 08:53 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Stofnandi stórs netöryggisfyrirtækis handtekinn fyrir landráð Stofnandi eins stærsta netöryggisfyrirtækis Rússlands var handtekinn í gær vegna gruns um hann hafi framið landráð. Hann hefur verið úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald en gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi. 29. september 2021 15:16
Rússar heita hefndum gegn YouTube og þýskum fjölmiðlum Utanríkisráðuneyti Rússlands ætlar að leita leiða til að koma höggi á bandaríska fyrirtækið YouTube og þýska fjölmiðla. Það er eftir að YouTube lokaði þýskum YouTube-rásum rússneska ríkismiðilsins RT. 29. september 2021 11:29
Pútín með nægan stuðning í Dúmunni til að breyta stjórnarskrá Sameinað Rússland, flokkur Pútíns Rússlandsforseta, hlaut 324 af 450 þingsætum í Dúmunni í nýafstöðnum kosningum þar í landi. Þetta var staðfest af kjörstjórn í dag og er 19 sætum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Engu að síður tryggja þessi úrslit Pútín sterka stöðu. 21. september 2021 19:09
Tæknirisar láta undan þrýstingi Kremlverja og fjarlægja kosningaforrit Bæði Google og Apple, tvö af stærstu tæknifyrirtækjum heims, hafa orðið við kröfum rússneskra stjórnvalda og fjarlægt snjallforrit Alexeis Navalní sem átti að hjálpa kjósendum að finna frambjóðendur til að kjósa sem gætu skákað stjórnarflokki Pútín forseta. 17. september 2021 08:53