Erlent

Pútín með nægan stuðning í Dúmunni til að breyta stjórnar­skrá

Þorgils Jónsson skrifar
Kjörstjórn í Rússlandi staðfesti í dag sigur Sameinaðs Rússlands, flokks Vladimírs Pútíns forseta, í nýasfstöðnum þingkosningum. Flokkurinn missti nokkra þingmenn frá síðustu kosningum, en Pútín hefur enn nægan meirihluta til að keyra í gegn stjórnarskrárbreytingar ef honum sýnist svo.
Kjörstjórn í Rússlandi staðfesti í dag sigur Sameinaðs Rússlands, flokks Vladimírs Pútíns forseta, í nýasfstöðnum þingkosningum. Flokkurinn missti nokkra þingmenn frá síðustu kosningum, en Pútín hefur enn nægan meirihluta til að keyra í gegn stjórnarskrárbreytingar ef honum sýnist svo.

Sameinað Rússland, flokkur Pútíns Rússlandsforseta, hlaut 324 af 450 þingsætum í Dúmunni í nýafstöðnum kosningum þar í landi. Þetta var staðfest af kjörstjórn í dag og er 19 sætum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Engu að síður tryggja þessi úrslit Pútín sterka stöðu.

Öruggur meirihluti í Dúmunni gæti skipt sköpum fyrir Pútín í forsetakosningunum 2024 þar sem hann mun annað hvort sækjast eftir endurkjöri eða leita annarra leiða til að halda völdum. Hann getur meðal annars keyrt í gegn breytingar á stjórnarskrá.

Pútín hefur setið í forsetastóli frá árinu 1999, fyrir utan árin 2008 til 2012 þegar hann hafði tímabundin stólaskipti við Dimitri Medvedev, þáverandi forsætisráherra.

Kosningabaráttan að þessu sinni einkenndist öðru fremur af ásökunum um kosningasvindl og bellibrögð þar sem helstu stjórnarandstæðingum, líkt og Alexey Navalní, var meinað að bjóða sig fram.

Fjórir aðrir flokkar sem eru spyrtir saman við stjórnvöld í Kreml fengu flest af þeim 126 sætum sem Sameinað Rússland fékk ekki, en Kommúnistaflokkurinn er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi. Þeir eru með 57 þingsæti, sem er 15 fleira en í síðustu kosningum.


Tengdar fréttir

Þingsætum flokks Pútíns fækkar miðað við fyrstu tölur

Þegar tíu prósent atkvæða í rússnesku þingkosningunum hafa verið talin er Sameinað Rússland, flokkur Vladimírs Pútín, með 38 prósent atkvæða. Í síðustu kosningum hlaut flokkurinn 54 prósent atkvæða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×