Tzolis hefði getað jafnað metin í 1-1 rétt fyrir hálfleik en Caoimhin Kelleher varði vítið frá honum. Tzolis deildi við Adam Idah um það hvort hann ætti að taka spyrnuna og Farke segir það aldrei hafa staðið til að hinn 19 ára gamli Tzolis myndi taka víti:
„Nei, hann var ekki á blaði. Þetta voru stór mistök,“ sagði Farke í viðtali við Sky Sports eftir 3-0 tapið.
Norwich manager Daniel Farke was annoyed that Christos Tzolis took his side's missed penalty v Liverpool as he wasn't the designated taker pic.twitter.com/ewXJOldQSb
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 22, 2021
„Þetta er ungur náungi, hann hjálpaði til við að ná í vítið, það eru miklar tilfinningar og spenna í gangi og svona gerist. Ungir leikmenn taka rangar ákvarðanir. Ég var svolítið argur yfir því að enginn af eldri leikmönnunum skyldi ekki átta sig á að hann átti ekki að taka vítið,“ sagði Farke.
„Ég elska þennan strák og hann verður mikilvægur fyrir okkur í framtíðinni, og átti heilt yfir góðan leik. En í búningsklefanum er það á hreinu núna að þetta mun ekki gerast aftur. Hann hefur gert þessi mistök einu sinni en við sjáum til þess að hann geri þessi mistök ekki aftur,“ bætti hann við ákveðinn. En hver átti að taka vítið?
„Það skiptir ekki máli og ég vil ekki ræða þetta aftur. Hann baðst afsökunar og það er allt í góðu,“ sagði knattspyrnustjórinn.

Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.