Veður

Ekkert ferða­veður í kvöld

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ekkert ferðaveður er á Suður- og Vesturlandi í dag.
Ekkert ferðaveður er á Suður- og Vesturlandi í dag. Veður/Vilhelm

Gul viðvörun tekur gildi víðast hvar á landinu síðdegis í dag. Búast má við hvössum vindum og mikilli úrkomu í þessari fyrstu haustlægð og fólk er hvatt til að huga vel að lausamunum utanhúss áður en veðrið skellur á af fullum krafti. 

Gul veðurviðvörun tekur gildi víðast hvar á landinu, að undanskildu norður og austurlandi, síðdegis í dag. Veðrið er þó þegar farið að versna: orðið nokkuð hvasst og úrkoma farin að aukast.

„Í raun er vindurinn þegar byrjaður að aukast. Vindurinn við nokkur fjöll, eins og til dæmis Hafnarfjall og Skálafell, það er yfir og upp að 18 til 19 metrum á sekúndu,“ segir Marcel De Vries, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu.

Þegar líði á daginn fari veðrið að versna enn meira. Verstur verði vindurinn á bilinu fimmtán til tuttugu og þrír metrar á sekúndu en hviður geti orðið allt að 40 metrar á sekúndu við fjöll.

„Það verður mjög erfitt ástand á vegum, sérstaklega ef þú ert með tengivagn eða húsbíl, svo að það er ekki ferðaveður fyrir það.“

Ekki sé heldur mælt með því að fólk stundi nokkra útivist í dag og á morgun og fólk hvatt til að fara vel yfir lausamuni utandyra.

„Það er alveg ekki útivistarveður,“ segir Marcel.


Tengdar fréttir

Fólk hvatt til að huga að lausamunum

Veðurfræðingar búast við allt að 35 til 40 m/s vindhviðum á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Búið er að gefa út gular viðvaranir vegna hvassrar suðvestanáttar sem skella mun á seinni partinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×