Gætu lamað varnir Taívans í skyndi Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2021 23:01 Hermenn við æfingar í Taívan. EPA/RITCHIE B. TONGO Kínverjar vita nákvæmlega hvar varnir Taívans eru og gætu lamað þær á skömmum tíma. Með umfangsmiklum netárásum, í sambland við eldflaugaárásir og laumuárásir sérsveitarmanna á mikilvæga innviði, væri hægt að draga verulega úr varnargetu Taívans. Þá hafa Kínverjar einnig aukið getu sína til að koma í veg fyrir að önnur ríki geti komið Taívan til aðstoðar. Það hafa þeir gert með þróun og framleiðslu mið- og langdrægra eldflauga og notkun flugmóðurskipa. Þetta er meðal þess sem kemur fram í árlegri skýrslu Varnarmálaráðuneytis Taívans varðandi þó ógn sem ríkinu stafar af Kína. Skýrsla þessa árs teiknar upp mun dekkri mynd en í skýrslu ráðuneytisins frá því í fyrra, samkvæmt frétt Reuters. Þá sagði varnarmálaráðuneytið að þrátt fyrir mikla uppbyggingu hefðu Kínverjar ekki enn getu til að gera allsherjar innrás í Taívan. Byggði sú niðurstaða á því að þó hernaðarburðir Kínverja hefðu aukist til muna á undanförnum árum, með hraðri nútímavæðingu, aukinni þjálfun og uppbyggingu, hefðu Kínverjar enn takmarkaða burði til að flytja mikinn herafla yfir Taívansund. Sjá einnig: Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Í nýju skýrslunni kemur fram að þessar takmarkanir eru enn til staðar í Kína. Ráðamenn þar séu þó að leggja áherslu á aukna flutningsgetu heraflans og birgðanet. Kínverjar hafa lengi gert tilkall til Taívan sem hefur í raun verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949. Þá flúðu meðlimir þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Taívan hefur þó aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn og eru helsta bandaríki eyríkisins. Á undanförnum árum hefur sjálfstæðissinnum vaxið ásmegin í Taívan og hafa ráðmenn í Kína sagt að til greina komi að gera innrás í Taívan. Undanfarna mánuði hafa hernaðarumsvif Kína í nánd við Taívan aukist til muna og hefur aðgerðum Kínverja verið lýst sem óhefðbundnum hernaði. Með því að auka þrýstinginn á tiltölulega lítinn herafla Taívans séu Kínverjar að grafa verulega undan þeim. Sjá einnig: Beita óhefðbundnum hernaði gegn Taívan Þá hafa ráðamenn í Kína lýst heræfingum sínum nærri Taívan sem æfingum fyrir átök og varað Bandaríkjamenn sérstaklega við því að eiga í samskiptum við eyríkið. Tsai Ing-wen, forseti Taívans, hefur gert það að auka hernaðargetu ríkisins að forgangsmáli sínu. Meðal annars vill hún auka vopnaþróun og framleiðslu í ríkinu og kaupa vopn frá Bandaríkjunum. Þá hafa miklar viðræður átt sér stað á milli yfirvalda í Taívan og Japan að undanförnu. Japanar segja sjálfstæði Taívans mikilvægt og að möguleg innrás Kína í Taívan hefði mikil áhrif á Japan. Jaapanir hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar. Sjá einnig: Segir að Japan muni aðstoða Taívan verði gerð innrás Samkvæmt frétt Financial Times segjast embættismenn í Taívan ánægðir með þessar yfirlýsingar Japana og viðræður ríkjanna um varnarmál. Kínverjar hafa hins vegar mótmælt viðræðunum. Í yfirlýsingu til FT segir talskona utanríkisráðuneytis Kína að Kínverjar mótmæli öllum pólitískum samskiptum við Taívan. Taívan Kína Japan Bandaríkin Hernaður Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Segir höfuð óvina verða blóðguð á stálmúr kínversku þjóðarinnar „Aðeins sósíalisminn mun bjarga Kína og framþróun Kína mun byggja á kínverskum sósíalisma,“ sagði Xi Jinping, forseti Kína, í hátíðarávarpi í aðdraganda aldarafmælis kínverska kommúnistaflokksins. 1. júlí 2021 07:37 Kínverjar sagðir byggja fjölda byrgja fyrir langdrægar eldflaugar Kínverjar eru sagðir vera að byggja allt að 119 eldflaugabyrgi í eyðimörk í vesturhluta landsins. Byrgi þessi gætu hýst langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. 30. júní 2021 22:30 Taívan býr sig undir átök við Kína Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan, segir stjórnvöld þurfa að undirbúa sig undir möguleg hernaðarátök. Þetta sagði hann í viðtali við CNN en fyrir um viku síðan flugu 28 kínverskar herþotur og sprengjuflugvélar inn í lofthelgi landsins. 24. júní 2021 11:34 Deila enn og aftur um siglingar um Suður-Kínahaf Ráðamenn í Kína sökuðu flota Bandaríkjanna um að hafa siglt herskipi inn á yfirráðasvæði þeirra í Suður-Kínahafi. Þeir segja slíkar siglingar ólöglegar en í gær kvörtuðu Kínverjarþegar bandarísku herskipi var siglt í gegnum Taívan-sund og sökuðu þeir Bandaríkin um að valda spennu á svæðinu. 20. maí 2021 10:03 Telur Kínverja undirbúa innrás Utanríkisráðherra Taívans sagði í dag að útlit væri fyrir að Kínverjar væru að undirbúa innrás á eyjuna. 29. apríl 2021 17:30 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Sjá meira
Þá hafa Kínverjar einnig aukið getu sína til að koma í veg fyrir að önnur ríki geti komið Taívan til aðstoðar. Það hafa þeir gert með þróun og framleiðslu mið- og langdrægra eldflauga og notkun flugmóðurskipa. Þetta er meðal þess sem kemur fram í árlegri skýrslu Varnarmálaráðuneytis Taívans varðandi þó ógn sem ríkinu stafar af Kína. Skýrsla þessa árs teiknar upp mun dekkri mynd en í skýrslu ráðuneytisins frá því í fyrra, samkvæmt frétt Reuters. Þá sagði varnarmálaráðuneytið að þrátt fyrir mikla uppbyggingu hefðu Kínverjar ekki enn getu til að gera allsherjar innrás í Taívan. Byggði sú niðurstaða á því að þó hernaðarburðir Kínverja hefðu aukist til muna á undanförnum árum, með hraðri nútímavæðingu, aukinni þjálfun og uppbyggingu, hefðu Kínverjar enn takmarkaða burði til að flytja mikinn herafla yfir Taívansund. Sjá einnig: Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Í nýju skýrslunni kemur fram að þessar takmarkanir eru enn til staðar í Kína. Ráðamenn þar séu þó að leggja áherslu á aukna flutningsgetu heraflans og birgðanet. Kínverjar hafa lengi gert tilkall til Taívan sem hefur í raun verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949. Þá flúðu meðlimir þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Taívan hefur þó aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn og eru helsta bandaríki eyríkisins. Á undanförnum árum hefur sjálfstæðissinnum vaxið ásmegin í Taívan og hafa ráðmenn í Kína sagt að til greina komi að gera innrás í Taívan. Undanfarna mánuði hafa hernaðarumsvif Kína í nánd við Taívan aukist til muna og hefur aðgerðum Kínverja verið lýst sem óhefðbundnum hernaði. Með því að auka þrýstinginn á tiltölulega lítinn herafla Taívans séu Kínverjar að grafa verulega undan þeim. Sjá einnig: Beita óhefðbundnum hernaði gegn Taívan Þá hafa ráðamenn í Kína lýst heræfingum sínum nærri Taívan sem æfingum fyrir átök og varað Bandaríkjamenn sérstaklega við því að eiga í samskiptum við eyríkið. Tsai Ing-wen, forseti Taívans, hefur gert það að auka hernaðargetu ríkisins að forgangsmáli sínu. Meðal annars vill hún auka vopnaþróun og framleiðslu í ríkinu og kaupa vopn frá Bandaríkjunum. Þá hafa miklar viðræður átt sér stað á milli yfirvalda í Taívan og Japan að undanförnu. Japanar segja sjálfstæði Taívans mikilvægt og að möguleg innrás Kína í Taívan hefði mikil áhrif á Japan. Jaapanir hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar. Sjá einnig: Segir að Japan muni aðstoða Taívan verði gerð innrás Samkvæmt frétt Financial Times segjast embættismenn í Taívan ánægðir með þessar yfirlýsingar Japana og viðræður ríkjanna um varnarmál. Kínverjar hafa hins vegar mótmælt viðræðunum. Í yfirlýsingu til FT segir talskona utanríkisráðuneytis Kína að Kínverjar mótmæli öllum pólitískum samskiptum við Taívan.
Taívan Kína Japan Bandaríkin Hernaður Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Segir höfuð óvina verða blóðguð á stálmúr kínversku þjóðarinnar „Aðeins sósíalisminn mun bjarga Kína og framþróun Kína mun byggja á kínverskum sósíalisma,“ sagði Xi Jinping, forseti Kína, í hátíðarávarpi í aðdraganda aldarafmælis kínverska kommúnistaflokksins. 1. júlí 2021 07:37 Kínverjar sagðir byggja fjölda byrgja fyrir langdrægar eldflaugar Kínverjar eru sagðir vera að byggja allt að 119 eldflaugabyrgi í eyðimörk í vesturhluta landsins. Byrgi þessi gætu hýst langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. 30. júní 2021 22:30 Taívan býr sig undir átök við Kína Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan, segir stjórnvöld þurfa að undirbúa sig undir möguleg hernaðarátök. Þetta sagði hann í viðtali við CNN en fyrir um viku síðan flugu 28 kínverskar herþotur og sprengjuflugvélar inn í lofthelgi landsins. 24. júní 2021 11:34 Deila enn og aftur um siglingar um Suður-Kínahaf Ráðamenn í Kína sökuðu flota Bandaríkjanna um að hafa siglt herskipi inn á yfirráðasvæði þeirra í Suður-Kínahafi. Þeir segja slíkar siglingar ólöglegar en í gær kvörtuðu Kínverjarþegar bandarísku herskipi var siglt í gegnum Taívan-sund og sökuðu þeir Bandaríkin um að valda spennu á svæðinu. 20. maí 2021 10:03 Telur Kínverja undirbúa innrás Utanríkisráðherra Taívans sagði í dag að útlit væri fyrir að Kínverjar væru að undirbúa innrás á eyjuna. 29. apríl 2021 17:30 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Sjá meira
Segir höfuð óvina verða blóðguð á stálmúr kínversku þjóðarinnar „Aðeins sósíalisminn mun bjarga Kína og framþróun Kína mun byggja á kínverskum sósíalisma,“ sagði Xi Jinping, forseti Kína, í hátíðarávarpi í aðdraganda aldarafmælis kínverska kommúnistaflokksins. 1. júlí 2021 07:37
Kínverjar sagðir byggja fjölda byrgja fyrir langdrægar eldflaugar Kínverjar eru sagðir vera að byggja allt að 119 eldflaugabyrgi í eyðimörk í vesturhluta landsins. Byrgi þessi gætu hýst langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. 30. júní 2021 22:30
Taívan býr sig undir átök við Kína Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan, segir stjórnvöld þurfa að undirbúa sig undir möguleg hernaðarátök. Þetta sagði hann í viðtali við CNN en fyrir um viku síðan flugu 28 kínverskar herþotur og sprengjuflugvélar inn í lofthelgi landsins. 24. júní 2021 11:34
Deila enn og aftur um siglingar um Suður-Kínahaf Ráðamenn í Kína sökuðu flota Bandaríkjanna um að hafa siglt herskipi inn á yfirráðasvæði þeirra í Suður-Kínahafi. Þeir segja slíkar siglingar ólöglegar en í gær kvörtuðu Kínverjarþegar bandarísku herskipi var siglt í gegnum Taívan-sund og sökuðu þeir Bandaríkin um að valda spennu á svæðinu. 20. maí 2021 10:03
Telur Kínverja undirbúa innrás Utanríkisráðherra Taívans sagði í dag að útlit væri fyrir að Kínverjar væru að undirbúa innrás á eyjuna. 29. apríl 2021 17:30