Deila enn og aftur um siglingar um Suður-Kínahaf Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2021 10:03 Þessi mynd var tekin um borð í tundurspillinum USS Curtis Wilbur í Suður-Kínahafi í morgun. Tundurspillirinn er af gerðinni Arleigh Burke. Sjöundi floti Bandaríkjann Ráðamenn í Kína sökuðu flota Bandaríkjanna um að hafa siglt herskipi inn á yfirráðasvæði þeirra í Suður-Kínahafi. Þeir segja slíkar siglingar ólöglegar en í gær kvörtuðu Kínverjarþegar bandarísku herskipi var siglt í gegnum Taívan-sund og sökuðu þeir Bandaríkin um að valda spennu á svæðinu. Forsvarsmenn hers Kína sögðu siglingarnar vera ólöglegar og herinn hefði fylgt tundurspillinum USS Curtis Wilbur eftir þegar því var siglt við Paracel-eyjar og rekið það á brott. Þar að auki sögðu Kínverjar að siglingin væri ófagmannleg og óábyrg og hét herinn því að verja fullveldi Kína og tryggja frið og stöðugleika í Suður-Kínahafi, miðað við það sem haft er eftir hernum í frétt AP fréttaveitunnar. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Bandaríkin hafa haldið siglingum sínum um svæðið áfram í mótmælaskyni við tilkall Kína og til að tryggja frjálsar siglingar um svæðið. Ráðamenn í Kína hafa reglulega fordæmt þessar siglingar og sagt þær ógna friði á svæðinu. Kínverjar gera einnig tilkall til Taívans og hafa verið að beita ríkið sífellt meiri þrýstingi að undanförnu og eru í raun sagðir beita Taívan óhefðbundnum hernaði. Forsvarsmenn sjöunda flota Bandaríkjanna, sem USS Curtis Wilbur tilheyrir, birtu í morgun langt svar við yfirlýsingu Kínverja þar sem segir að sigling tundurspillisins hafi verið í takt við alþjóðalög. Það séu hafsvæðiskröfur Kína sem séu ólöglegar og þær ógni frelsi hafsins, siglingum, viðskiptum og öðrum þjóðum við Suður-Kínahaf. Þar segir að Kína, Taívan og Víetnam geri tilkall til Paracel-eyja og allir krefjist þess að þeir séu beiðnir um leyfi eða séu látnir vita af siglingum herskipa um svæðið. Það sé ekki í samræmi við alþjóðalög þar sem hverjum er frjálst að sigla friðsamlega um heimsins höf. Jafnvel herskipum. Þá þvertaka forsvarsmenn flotans fyrir að USS Curtis Wilbur hafi verið rekið á brott af Kínverjum. Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Telur Kínverja undirbúa innrás Utanríkisráðherra Taívans sagði í dag að útlit væri fyrir að Kínverjar væru að undirbúa innrás á eyjuna. 29. apríl 2021 17:30 Selunum sigað á Kína og Rússland Yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa ákveðið að gera töluverðar breytingar á einhverjum frægust herdeildum sérsveitarmanna í heiminum. Með breytingunum eiga svokallaðir Selir að leggja minni áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og meiri áherslu á átök milli ríkja. 28. apríl 2021 15:07 Bretar gera sig breiða og sigla flota um höf Asíu Bretar munu í næsta mánuði senda herflota á siglingu um Asíu og Kyrrahaf. Um stærsta flota Bretlands í áraraðir er að ræða og verður nýja flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth í flotanum. Það er annað flugmóðurskip Bretlands og stærsta herskip sem ríkið hefur sett á flot. 27. apríl 2021 10:18 Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Her Kína gerir út fjölmörg blá fiskiskip sem notuð eru sem sérstök sveit til að styrkja tilkall Kínverja til hafsvæða í Asíu og þá sérstaklega Suður-Kínahafi. Tilvist þessarar sveitar hefur ekki verið viðurkennd af ráðamönnum í Peking en sérfræðingar segja hundruð skipa og þúsundir áhafnarmeðlima tilheyra henni. 13. apríl 2021 14:29 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Forsvarsmenn hers Kína sögðu siglingarnar vera ólöglegar og herinn hefði fylgt tundurspillinum USS Curtis Wilbur eftir þegar því var siglt við Paracel-eyjar og rekið það á brott. Þar að auki sögðu Kínverjar að siglingin væri ófagmannleg og óábyrg og hét herinn því að verja fullveldi Kína og tryggja frið og stöðugleika í Suður-Kínahafi, miðað við það sem haft er eftir hernum í frétt AP fréttaveitunnar. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Bandaríkin hafa haldið siglingum sínum um svæðið áfram í mótmælaskyni við tilkall Kína og til að tryggja frjálsar siglingar um svæðið. Ráðamenn í Kína hafa reglulega fordæmt þessar siglingar og sagt þær ógna friði á svæðinu. Kínverjar gera einnig tilkall til Taívans og hafa verið að beita ríkið sífellt meiri þrýstingi að undanförnu og eru í raun sagðir beita Taívan óhefðbundnum hernaði. Forsvarsmenn sjöunda flota Bandaríkjanna, sem USS Curtis Wilbur tilheyrir, birtu í morgun langt svar við yfirlýsingu Kínverja þar sem segir að sigling tundurspillisins hafi verið í takt við alþjóðalög. Það séu hafsvæðiskröfur Kína sem séu ólöglegar og þær ógni frelsi hafsins, siglingum, viðskiptum og öðrum þjóðum við Suður-Kínahaf. Þar segir að Kína, Taívan og Víetnam geri tilkall til Paracel-eyja og allir krefjist þess að þeir séu beiðnir um leyfi eða séu látnir vita af siglingum herskipa um svæðið. Það sé ekki í samræmi við alþjóðalög þar sem hverjum er frjálst að sigla friðsamlega um heimsins höf. Jafnvel herskipum. Þá þvertaka forsvarsmenn flotans fyrir að USS Curtis Wilbur hafi verið rekið á brott af Kínverjum.
Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Telur Kínverja undirbúa innrás Utanríkisráðherra Taívans sagði í dag að útlit væri fyrir að Kínverjar væru að undirbúa innrás á eyjuna. 29. apríl 2021 17:30 Selunum sigað á Kína og Rússland Yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa ákveðið að gera töluverðar breytingar á einhverjum frægust herdeildum sérsveitarmanna í heiminum. Með breytingunum eiga svokallaðir Selir að leggja minni áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og meiri áherslu á átök milli ríkja. 28. apríl 2021 15:07 Bretar gera sig breiða og sigla flota um höf Asíu Bretar munu í næsta mánuði senda herflota á siglingu um Asíu og Kyrrahaf. Um stærsta flota Bretlands í áraraðir er að ræða og verður nýja flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth í flotanum. Það er annað flugmóðurskip Bretlands og stærsta herskip sem ríkið hefur sett á flot. 27. apríl 2021 10:18 Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Her Kína gerir út fjölmörg blá fiskiskip sem notuð eru sem sérstök sveit til að styrkja tilkall Kínverja til hafsvæða í Asíu og þá sérstaklega Suður-Kínahafi. Tilvist þessarar sveitar hefur ekki verið viðurkennd af ráðamönnum í Peking en sérfræðingar segja hundruð skipa og þúsundir áhafnarmeðlima tilheyra henni. 13. apríl 2021 14:29 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Telur Kínverja undirbúa innrás Utanríkisráðherra Taívans sagði í dag að útlit væri fyrir að Kínverjar væru að undirbúa innrás á eyjuna. 29. apríl 2021 17:30
Selunum sigað á Kína og Rússland Yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa ákveðið að gera töluverðar breytingar á einhverjum frægust herdeildum sérsveitarmanna í heiminum. Með breytingunum eiga svokallaðir Selir að leggja minni áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og meiri áherslu á átök milli ríkja. 28. apríl 2021 15:07
Bretar gera sig breiða og sigla flota um höf Asíu Bretar munu í næsta mánuði senda herflota á siglingu um Asíu og Kyrrahaf. Um stærsta flota Bretlands í áraraðir er að ræða og verður nýja flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth í flotanum. Það er annað flugmóðurskip Bretlands og stærsta herskip sem ríkið hefur sett á flot. 27. apríl 2021 10:18
Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa Her Kína gerir út fjölmörg blá fiskiskip sem notuð eru sem sérstök sveit til að styrkja tilkall Kínverja til hafsvæða í Asíu og þá sérstaklega Suður-Kínahafi. Tilvist þessarar sveitar hefur ekki verið viðurkennd af ráðamönnum í Peking en sérfræðingar segja hundruð skipa og þúsundir áhafnarmeðlima tilheyra henni. 13. apríl 2021 14:29