Kórdrengir halda lífi í baráttunni um sæti í efstu deild Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2021 19:54 Kórdrengir halda enn í vonina um sæti í efstu deild á næsta tímabili. Vísir/Hulda Margrét Nú rétt í þessu lauk tveimur leikjum í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Kórdrengir unnu mikilvægan 4-0 heimasigur gegn föllnum Víkingum frá Ólafsvík og halda því enn í vonina um sæti í efstu deild. Á sama tíma gerðu Afturelding og Vestri 2-2 jafntefli. Pétur Bjarnason kom Vestra yfir gegn Aftureldingu eftir hálftíma leik, en Arnór Gauti Ragnarsson var búinn að jafna metin aðeins tveimur mínútum síðar. Staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks, en á 65. mínútu fóru heimamenn í Aftureldingu í frábæra skyndisókn sem að Kári Steinn Hlífarsson batt endahnútinn á og kom Mosfellingum í 2-1. Pétur Bjarnason var þí ekki hættur, en hann skoraði sitt annað mark og annað mark Vestra tæpum tíu mínútum fyrir leikslok og tryggði sínum mönnum 2-2 jafntefli. Afturelding fer því í sjöunda sæti með 23 stig þegar að þrír leikir eru eftir. Vestri situr í því sjötta með 29 stig, en þeir hafa spilað einum leik minna en andstæðingar dagsins. Leonard Sigurðsson kom Kórdrengjum yfir gegn Víkingum frá Ólafsvík strax á sjöundu mínútu, áður en Gunnlaugur Fannar Guðmundsson tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar. Staðan því 2-0 eftir aðeins 15 mínútna leik, og þannig var hún líka þegar að flautað var til hálfleiks. Það var svo ekki fyrr en þegar um fimm mínútur voru til leiksloka að Kórdrengir hrukku aftur í gang. Magnús Andri Ólafsson breytti stöðunni í 3-0, áður en Axel Freyr Harðarson gulltryggði 4-0 sigur. Kórdrengir eru því með 37 stig í þriðja sæti deildarinnar, aðeins einu stigi á eftir ÍBV sem situr í öðru sæti. Kórdrengir hafa þó spilar tveimur leikjum meira en Eyjamenn og þurfa því að treysta á önnur úrslit til að vinna sér inn sæti í Pepsi Max deildinn að ári. Víkingur Ólafsvík er sem áður sagði fallið úr Lengjudeildinni. Þeir seitja í neðsta sæti með fimm stig þegar að þrír leikir eru eftir. Fótbolti Lengjudeild karla Vestri Kórdrengir Afturelding Víkingur Ólafsvík Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þýskaland - Danmörk | Strákarnir hans Alfreðs geta tryggt sér sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Pétur Bjarnason kom Vestra yfir gegn Aftureldingu eftir hálftíma leik, en Arnór Gauti Ragnarsson var búinn að jafna metin aðeins tveimur mínútum síðar. Staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks, en á 65. mínútu fóru heimamenn í Aftureldingu í frábæra skyndisókn sem að Kári Steinn Hlífarsson batt endahnútinn á og kom Mosfellingum í 2-1. Pétur Bjarnason var þí ekki hættur, en hann skoraði sitt annað mark og annað mark Vestra tæpum tíu mínútum fyrir leikslok og tryggði sínum mönnum 2-2 jafntefli. Afturelding fer því í sjöunda sæti með 23 stig þegar að þrír leikir eru eftir. Vestri situr í því sjötta með 29 stig, en þeir hafa spilað einum leik minna en andstæðingar dagsins. Leonard Sigurðsson kom Kórdrengjum yfir gegn Víkingum frá Ólafsvík strax á sjöundu mínútu, áður en Gunnlaugur Fannar Guðmundsson tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar. Staðan því 2-0 eftir aðeins 15 mínútna leik, og þannig var hún líka þegar að flautað var til hálfleiks. Það var svo ekki fyrr en þegar um fimm mínútur voru til leiksloka að Kórdrengir hrukku aftur í gang. Magnús Andri Ólafsson breytti stöðunni í 3-0, áður en Axel Freyr Harðarson gulltryggði 4-0 sigur. Kórdrengir eru því með 37 stig í þriðja sæti deildarinnar, aðeins einu stigi á eftir ÍBV sem situr í öðru sæti. Kórdrengir hafa þó spilar tveimur leikjum meira en Eyjamenn og þurfa því að treysta á önnur úrslit til að vinna sér inn sæti í Pepsi Max deildinn að ári. Víkingur Ólafsvík er sem áður sagði fallið úr Lengjudeildinni. Þeir seitja í neðsta sæti með fimm stig þegar að þrír leikir eru eftir.
Fótbolti Lengjudeild karla Vestri Kórdrengir Afturelding Víkingur Ólafsvík Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þýskaland - Danmörk | Strákarnir hans Alfreðs geta tryggt sér sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira