Erlent

Berlusconi aftur lagður inn á sjúkrahús

Kjartan Kjartansson skrifar
Silvio Berlusconi lýsti Covid-19-veikindum sínum í fyrra sem hættulegustu áskorun lífs síns.
Silvio Berlusconi lýsti Covid-19-veikindum sínum í fyrra sem hættulegustu áskorun lífs síns. Vísir/EPA

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, var lagður inn á sjúkrahús í Mílanó í gærkvöldi. Hann hefur ítrekað lent inni á sjúkrahúsi frá því að hann smitaðist af kórónuveirunni í september.

Heimildarmaður Reuters-fréttastofunnar innan Áfram Ítalíu, flokks Berlusconi, segir að hann hafi verið lagður inn til ítarlegra rannsókna. Berlusconi er 84 ára gamall og hefur átt við heilsubrest að stríða undanfarin ár. Hann gekkst undir meiriháttar hjartaaðgerð árið 2016 og náði bati af krabbameini í blöðruhálskirtli.

Síðast var Berlusconi lagður inn á sjúkrahús í maí og lá hann þá í fimm daga inni.


Tengdar fréttir

Berlusconi sagður alvarlega veikur

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er alvarlega veikur. Saksóknari sem rekur mál gegn honum í Mílanó hefur óskað eftir því að réttarhöldum verði tímabundið frestað vegna veikinda hans.

Berlusconi útskrifaður af sjúkrahúsi og dvelur í lúxusvillu sinni

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið útskrifaður eftir 24 daga dvöl á sjúkrahúsi. Berlusconi útskrifaðist á föstudag en þá hafði hann dvalið á San Raffaele sjúkrahúsinu síðan 6. apríl hvar hann undirgekkst fjölda rannsókna.

Berlusconi með kórónuveiruna

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er í einangrun á heimili sínu nærri Mílanó eftir að hann greindist með nýtt afbrigði kórónuveiru.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×