Erlent

Berlusconi útskrifaður af sjúkrahúsi og dvelur í lúxusvillu sinni

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Silvio Berlusconi er nú 84 ára gamall. Hann hefur lifað af krabbamein í blöðruhálskirtli og kórónuveiruna. Hann er einnig hjartveikur.
Silvio Berlusconi er nú 84 ára gamall. Hann hefur lifað af krabbamein í blöðruhálskirtli og kórónuveiruna. Hann er einnig hjartveikur. Vísir/EPA

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið útskrifaður eftir 24 daga dvöl á sjúkrahúsi. Berlusconi útskrifaðist á föstudag en þá hafði hann dvalið á San Raffaele sjúkrahúsinu síðan 6. apríl hvar hann undirgekkst fjölda rannsókna.

Fréttastofa Ansa greinir frá þessu og Reuters hefur fengið staðfest. Berlusconi mun nú vera kominn í lúxusvillu sína í Arcore, norður af Mílanó.

Veikindi hafa hrjáð Berlusconi undanfarin misseri. Hann var lagður inn á sjúkrahús með hjartavandamál í Mónakó í janúar í fyrra. Í september greindist hann með kórónuveiruna. Hann gekkst undir stóran hjartauppskurð árið 2016 og fékk krabbamein í blöðurhálskirtli.

Hann var lagður inn á sjúkrahús í mars en þá var ekki greint frá því hvað plagaði Berlusconi.


Tengdar fréttir

Berlusconi á sjúkrahúsi

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur legið á sjúkrahúsi frá því á mánudag. Ekki hefur verið greint frá því hvað plagar Berlusconi en ekki er gert ráð fyrir að hann geti komið fram opinberlega á næstunni.

Berlusconi með kórónuveiruna

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er í einangrun á heimili sínu nærri Mílanó eftir að hann greindist með nýtt afbrigði kórónuveiru.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.