Íslenski boltinn

Mörkin sem skutu Blikum á toppinn og halda Evrópu­bar­áttu KR á lífi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Árni Vilhjálmsson skoraði seinna mark Breiðabliks í 2-0 sigri á KA.
Árni Vilhjálmsson skoraði seinna mark Breiðabliks í 2-0 sigri á KA. Vísir/Hulda Margrét

Þrír leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gær. Breiðablik tyllti sér á topp deildarinnar með 2-0 útisigri á KA, KR heldur í vonina um Evrópusæti eftir 2-0 útisigur á Akranesi og þá gerðu FH og Keflavík markalaust jafntefli.

Eftir markalausan fyrri hálfleik á Greifavelli kom Kristinn Steindórsson gestunum úr Kópavogi yfir eftir rétt rúmlega 30 sekúndur eða svo í síðari hálfleik. Skömmu síðar hafði Árni Vilhjálmsson tvöfaldaði forystu Breiðabliks og þar við sat, lokatölur 0-2 og Blikar komnir á toppinn.

Klippa: KA 0-2 Breiðablik

Á Akranesi skoraði Kjartan Henry Finnbogason snemma leiks eftir góðan undirbúning Stefáns Árna Geirssonar. Kennie Chopart hélt hann hefði tvöfaldað forystu KR með glæsilegu marki úr aukaspyrnu en erfitt er að sjá hvort boltinn hafi allur farið yfir línuna. 

Farið var yfir skotið í Stúkunni að leik loknum. Dæmi hver fyrir sig.

Klippa: Var boltinn inni hjá Kennie?

Í síðari hálfleik varð Guðmundur Tyrfingsson fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar hann renndi sér í veg fyrir fyrirgjöf Kjartans Henry sem var á leið til Stefáns Árna. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur í blíðskaparveðrinu á Akranesi.

Klippa: ÍA 0-2 KR

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.