Enski boltinn

Rúnar Alex sagður vilja komast burt frá Arsenal

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson hefur fengið nokkur tækifæri í búningi Arsenal. Nú er hann hinsvega orðinn þriðji markvörður liðsins og er sagður vilja komast burt frá félaginu.
Rúnar Alex Rúnarsson hefur fengið nokkur tækifæri í búningi Arsenal. Nú er hann hinsvega orðinn þriðji markvörður liðsins og er sagður vilja komast burt frá félaginu. Getty/Nick Potts

Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er sagður vilja komast burt frá félagsliði sínu.

The Athletic greinir frá þessu, en Rúnar Alex gekk í raðir Arsenal í september á síðasta ári frá Dijon í Frakklandi.

Rúnar hefur hinsvegar fengið fá tækifæri í búningi Arsenal, en hann hefur aðeins leikið sex leiki fyrir félagið. Hann er nú þriðji markmaður liðsins eftir að Aaron Ramsdale samdi við Lundúnaliðið frá Sheffield United á dögunum.

Þessi 26 ára markvörður greindist með kórónaveiruna á dögunum og hefur því ekki verið í leikmannahóp Arsenal í fyrstu leikjum tímabilsins.

Rúnar var nálægt því að ganga í raðir Altay Spor í tyrknesku deildinni í sumar á láni, en félögin komust ekki að samkomulagi um verð á lánssamningi.

Þá kemur einnig fram í grein The Athletic að liðsfélagar Rúnars, þeir Willian og Lucas Torreira, séu á förum frá félaginu, og að Eddie Nketiah, Ainsley Maitland-Niles og Hector Bellerin vilji einnig komast burt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×