Enski boltinn

Rúnar Alex, Aubameyang og Lacazette með veiruna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rúnar Alex í leik með Arsenal.
Rúnar Alex í leik með Arsenal. Marc Atkins/Getty

Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson og liðsfélagar hans hjá Arsenal, Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette, voru ekki í leikmannahópi Arsenal sem tapaði gegn nýliðum Brentford um helgina vegna veikinda. Nú hefur það verið staðfest að þeir greindust með kórónaveiruna.

Eins og áður segir voru fyrstu fregnir þær að þeir væru utan hóps vegna veikinda, en fyrr í dag var það staðfest á heimasíðu Arsenal að um kórónaveiusmit væri að ræða.

Arsenal mætir Chelsea í Lundúnaslag næsta sunnudag og vonast er til þess að Aubameyang geti spilað þann leik, en hann er búinn að skila neikvæðu prófi.

Rúnar Alex og Lacazette verða hinsvegar ekki með þar sem að þeir eru enn að jafna sig á veikindunum.

Þá greindist samherji þeirra, Willian, einnig með veiruna í seinustu viku og óvíst er hvort að hann geti tekið þátt í leiknum gegn sínum gömlu félögum á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×