Veður

Suð­lægar áttir og hiti að 25 stigum

Atli Ísleifsson skrifar
Áfram hlýtt í veðri á landinu.
Áfram hlýtt í veðri á landinu. Vísir/Vilhelm

Landsmenn mega eiga von á suðlægum áttum og víða dálítilli væru sunnan- og vestanlands, en bjart með köflum fyrir norðan og austan.

Áfram verður hviðótt á norðanverðu Snæfellsnesi og því varasamt ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindum.

Áfram hlýtt í veðri, þrettán til 25 stig þar sem hlýjast verður í innsveitum á Norður- og Austurlandi.

Spákortið fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Sunnan og suðaustan 8-15 m/s og lítilsháttar væta á Suður- og Vesturlandi, en rignir víða þar um kvöldið. Hiti 12 til 17 stig. Yfirleitt hægari vindur og léttskýjað N- og A-lands með hita 18 til 26 stig, hlýjast á NA-landi.

Á fimmtudag: Sunnan 5-13 m/s og súld með köflum, en bjartviðri NA-til. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á NA-lands.

Á föstudag: Allhvöss eða hvöss suðaustanátt með rigningu, en heldur hægara og úrkomulítið NA-lands. Áfram hlýtt í veðri.

Á laugardag og sunnudag: Ákveðin suðvestanátt og víða dálítil væta, en þurrt og sums staðar bjartviðri á austanverðu landinu. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast eystra.

Á mánudag: Útlit fyrir hæga suðvestlæga átt, skýjað og úrkomulítið V-til, en bjartviðri eystra og fremur hlýtt í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×