Enski boltinn

Solskjær: Getum ekki farið úr körfubolta í ruðning

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær er undrandi á breytingunni á dómgæslunni í ensku úrvalsdeildinni.
Ole Gunnar Solskjær er undrandi á breytingunni á dómgæslunni í ensku úrvalsdeildinni. getty/Andrew Matthews

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, finnst dómarar í ensku úrvalsdeildinni leyfa full mikið miðað við síðasta tímabil.

Solskjær var ósáttur við að United skildi ekki hafa fengið aukaspyrnu í aðdraganda marks Southampton í 1-1 jafntefli liðanna í gær. Norðmaðurinn taldi að Jack Stephens hefði brotið á Bruno Fernandes en Craig Pawson, dómari leiksins, dæmdi ekkert.

„Ef þetta er leiðin sem þeir vilja fara verða meiðsli. Vonandi er hægt að finna einhvern milliveg,“ sagði Solskjær eftir leik.

„Þetta er brot. Hann fer beint í gegnum Bruno, með mjöðmina og höndina umhverfis hann.“

Solskjær botnar lítið í breytingunni á dómgæslunni frá síðasta tímabili þegar minna var leyft.

„Ég er ekki áhyggjufullur en það þarf að skoða þetta því við getum ekki farið úr einum öfgum yfir í aðrar, úr körfubolta í ruðning eins og þetta er núna,“ sagði Solskjær sem tók þó fram að hann væri ánægður með að dómarar ensku úrvalsdeildarinnar leyfðu meira en áður.

Solskjær er ekki eini stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem hefur furðað sig á breytingunni á dómgæslunni en Jürgen Klopp gerði það einnig eftir 2-0 sigur Liverpool á Burnley á laugardaginn.

United er með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.