Erlent

Greiddu mútur svo R. Kel­ly gæti gifst 15 ára stúlku

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Réttarhöld yfir R. Kelly héldu áfram í gær. 
Réttarhöld yfir R. Kelly héldu áfram í gær.  getty/Antonio Perez

Fyrr­verandi tón­leika­skipu­leggjandi söngvarans R. Kel­ly viður­kenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opin­berum starfs­manni til að falsa skil­ríki söng­konunnar Aali­yah þegar hún var 15 ára svo Kel­ly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ó­létt eftir hann.

Réttar­höld yfir R. Kel­ly hófust í New York í Banda­ríkjunum síðasta fimmtu­dag. Hann er meðal annars sakaður um að hafa brotið kyn­ferðis­lega á fjölda kvenna og stúlkna undir lög­aldri.

Demetrius Smith, fyrr­verandi tón­leika­skipu­leggjandi söngvarans, var yfir­heyrður sem vitni í réttar­sal í dag. Þar var sam­band Kel­lys og söng­konunnar Aali­yah til um­fjöllunar. Aali­yah skaust hratt upp á stjörnu­himininn og var orðin stór­stjarna þegar hún lést í flug­slysi að­eins 22 ára gömul árið 2001.

Smith greindi frá því hvernig Kel­ly kynntist Aali­yah þegar hún var fimm­tán ára og hvernig hann hjálpaði henni með tón­listina. Fljót­lega hafi hann þó farið að hafa á­hyggjur af því að þau væru orðin að­eins of náin en þarna var Kel­ly 27 ára gamall.

Kel­ly hafi svo einn dag sagt honum að stúlkan væri í vand­ræðum því hún teldi að hún væri orðin ó­létt. Hann var þá hræddur um að lenda í fangelsi fyrir að hafa barnað stúlku undir lög­aldri.

Smith sagðist þá farið með Aali­yah til að sækja um skil­ríki fyrir hana og mútað opin­berum starfs­manni svo hún væri skráð sem á­tján ára kona á pappírunum. Hann segir það hafa kostað sig 500 dollara, eða um 65 þúsund krónur á genginu í dag.

Þau Kel­ly hafi síðan farið og gift sig en hjóna­bandið hafi verið gert ó­gilt ári síðar eftir að fjöl­skylda stúlkunnar komst á snoðir um það.

Smith gerði dómaranum það oft ljóst að hann kærði sig ekkert um að bera vitnisburð í málinu. Hann sagði þó söguna og svaraði spurningum sækjanda málsins. Dómari hafði áður samþykkt að Smith yrði ekki dæmdur eða látinn bera ábyrgð á þeim brotum sem hann viðurkenndi sjálfur í vitnisburði sínum í málinu samkvæmt frétt CNN.


Tengdar fréttir

Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly

Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag.

Tánings­piltur bætist í hóp meintra þol­enda R. Kel­ly

Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.