Erlent

R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku

Kjartan Kjartansson skrifar
Mynd sem tekin var af Kelly þegar hann var færður í varðhald af lögreglunni í Chicago í fyrra.
Mynd sem tekin var af Kelly þegar hann var færður í varðhald af lögreglunni í Chicago í fyrra. AP/Lögreglan í Chicago

Saksóknarar í Chicago í Bandaríkjunum hafa bætt við ákæru gegn tónlistarmanninum R. Kelly vegna kynferðisbrota gegn stúlku sem var fjórtán eða fimmtán ára þegar brotin voru framin á 10. áratug síðustu aldar. Brot gegn öðru meintu fórnarlambi hans voru á sama tíma fjarlægð úr ákærunni án skýringa.

Kelly er ákærður fyrir kynferðislega misnotkun, barnaklám, mannrán og að hindra framgang réttvísinnar í New York, Chicago og Illinois en hefur lýst sig saklausan af öllum ákæruliðum. Saksóknararnir í málinu gegn honum í Chicago lögðu fram uppfærða ákæru í gær sem felur nú í sér brot gegn konu sem fannst nýlega, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Konan er ekki nafngreind en Kelly, sem er 53 ára gamall, er sakaður um að átt í kynferðislegum athöfnum með henni seint á 10. áratugnum.

Saksóknararnir krefjast nú jafnframt upptöku á eignum framleiðslufélags Kelly og annars fyrirtækis sem umboðsmaður hans á. Ákæran gegn Kelly í Chicago varðar kynferðisbrot gegn fimm stúlkum. Hann er einnig sakaður um að hafa tekið brotin upp á myndband og notað þau til að kúga stúlkurnar til að þegja um þau.


Tengdar fréttir

R. Kelly hafnar ásökunum um mansal og barnaníð

Dómsmálið í New York tengist fimm konum sem allar saka Kelly um glæpsamlegt athæfi en þar af eru þrjár sem eru undir lögaldri. Fjögur ríki í Bandaríkjunum eru nefnd í ákæruskjalinu; Illinois, Connecticut, California og New York.

R. Kelly handtekinn vegna mansals

Lögreglumenn frá New York og fulltrúa heimavarnaráðuneytisins eru sagðir hafa tekið söngvarann höndum í nótt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.