Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. júlí 2021 11:07 Getty/John Lamparski Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. Lögfræðingi Kelly barst nú á dögunum skjöl þess efnis að tónlistarmaðurinn hefði átt í kynferðislegu sambandi við pilt sem þá var 17 ára. Þeir eiga að hafa kynnst árið 2006 þegar ungi pilturinn var að reyna fyrir sér sem tónlistarmaður. Kelly er sagður hafa hitt piltinn á McDonalds og boðið honum að koma í hljóðver sitt í Chicago. Kelly á í kjölfarið að hafa spurt piltinn hvað hann væri tilbúinn að leggja á sig til þess að láta draum sinn um að verða tónlistarmaður rætast. Þá á hann að hafa stungið upp á kynferðislegum athöfnum sem pilturinn er sagður hafa orðið við. Pilturinn á síðar að hafa kynnt Kelly fyrir öðrum vini sínum, sem einnig var 16 eða 17 ára. Kelly á einnig að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við hann. Þá er tónlistarmaðurinn sakaður um að hafa tekið kynferðislegar athafnir piltanna á myndband. Tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur alfarið neitað sök.Getty/E. Jason Wamsgans-Pool Saksóknarar í málinu telja afar mikilvægt að dómstólar taki frásagnirnar til greina, þar sem þær sýni fram á að þær ákærur sem þegar hafa verið lagðar fram á hendur Kelly séu ekki einsdæmi, heldur hluti af mun stærra mynstri. Í hátt í tvo áratugi hafa konur, ein af annarri, stigið fram með ásakanir á hendur Kelly og borið hann þungum sökum. Heimildarmyndin Surviving R. Kelly sem kom út árið 2019 vakti bæði undrun og hneykslan en í henni saka nokkrar konur R. Kelly um gróft kynferðislegt ofbeldi. Nokkrar þeirra sem bjuggu á heimili hans í Chicago segja að Kelly hafi drottnað yfir þeim sem leiðtogi í eins konar sértrúarsöfnuði. Þær hafi neyðst til þess að stunda með honum kynlíf og þurft að kalla hann „pabba“. Þá þurftu þær að biðja hann leyfi fyrir hversdagslegustu hlutum á borð við að fá að nota salernið. Kelly hefur verið ákærður fyrir kynferðislega misnotkun, barnaklám, mannrán og að hindra framgang réttvísinnar í New York, Chicago og Illinois en hefur lýst sig saklausan af öllum ákæruliðum. Kynferðisbrot valdamanna Bandaríkin Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly handtekinn vegna mansals Lögreglumenn frá New York og fulltrúa heimavarnaráðuneytisins eru sagðir hafa tekið söngvarann höndum í nótt. 12. júlí 2019 07:12 R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Rétturinn sem fær konurnar niður á hnéin „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Sjá meira
Lögfræðingi Kelly barst nú á dögunum skjöl þess efnis að tónlistarmaðurinn hefði átt í kynferðislegu sambandi við pilt sem þá var 17 ára. Þeir eiga að hafa kynnst árið 2006 þegar ungi pilturinn var að reyna fyrir sér sem tónlistarmaður. Kelly er sagður hafa hitt piltinn á McDonalds og boðið honum að koma í hljóðver sitt í Chicago. Kelly á í kjölfarið að hafa spurt piltinn hvað hann væri tilbúinn að leggja á sig til þess að láta draum sinn um að verða tónlistarmaður rætast. Þá á hann að hafa stungið upp á kynferðislegum athöfnum sem pilturinn er sagður hafa orðið við. Pilturinn á síðar að hafa kynnt Kelly fyrir öðrum vini sínum, sem einnig var 16 eða 17 ára. Kelly á einnig að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við hann. Þá er tónlistarmaðurinn sakaður um að hafa tekið kynferðislegar athafnir piltanna á myndband. Tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur alfarið neitað sök.Getty/E. Jason Wamsgans-Pool Saksóknarar í málinu telja afar mikilvægt að dómstólar taki frásagnirnar til greina, þar sem þær sýni fram á að þær ákærur sem þegar hafa verið lagðar fram á hendur Kelly séu ekki einsdæmi, heldur hluti af mun stærra mynstri. Í hátt í tvo áratugi hafa konur, ein af annarri, stigið fram með ásakanir á hendur Kelly og borið hann þungum sökum. Heimildarmyndin Surviving R. Kelly sem kom út árið 2019 vakti bæði undrun og hneykslan en í henni saka nokkrar konur R. Kelly um gróft kynferðislegt ofbeldi. Nokkrar þeirra sem bjuggu á heimili hans í Chicago segja að Kelly hafi drottnað yfir þeim sem leiðtogi í eins konar sértrúarsöfnuði. Þær hafi neyðst til þess að stunda með honum kynlíf og þurft að kalla hann „pabba“. Þá þurftu þær að biðja hann leyfi fyrir hversdagslegustu hlutum á borð við að fá að nota salernið. Kelly hefur verið ákærður fyrir kynferðislega misnotkun, barnaklám, mannrán og að hindra framgang réttvísinnar í New York, Chicago og Illinois en hefur lýst sig saklausan af öllum ákæruliðum.
Kynferðisbrot valdamanna Bandaríkin Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly handtekinn vegna mansals Lögreglumenn frá New York og fulltrúa heimavarnaráðuneytisins eru sagðir hafa tekið söngvarann höndum í nótt. 12. júlí 2019 07:12 R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Rétturinn sem fær konurnar niður á hnéin „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Sjá meira
R. Kelly handtekinn vegna mansals Lögreglumenn frá New York og fulltrúa heimavarnaráðuneytisins eru sagðir hafa tekið söngvarann höndum í nótt. 12. júlí 2019 07:12
R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45