Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. júlí 2021 11:07 Getty/John Lamparski Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. Lögfræðingi Kelly barst nú á dögunum skjöl þess efnis að tónlistarmaðurinn hefði átt í kynferðislegu sambandi við pilt sem þá var 17 ára. Þeir eiga að hafa kynnst árið 2006 þegar ungi pilturinn var að reyna fyrir sér sem tónlistarmaður. Kelly er sagður hafa hitt piltinn á McDonalds og boðið honum að koma í hljóðver sitt í Chicago. Kelly á í kjölfarið að hafa spurt piltinn hvað hann væri tilbúinn að leggja á sig til þess að láta draum sinn um að verða tónlistarmaður rætast. Þá á hann að hafa stungið upp á kynferðislegum athöfnum sem pilturinn er sagður hafa orðið við. Pilturinn á síðar að hafa kynnt Kelly fyrir öðrum vini sínum, sem einnig var 16 eða 17 ára. Kelly á einnig að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við hann. Þá er tónlistarmaðurinn sakaður um að hafa tekið kynferðislegar athafnir piltanna á myndband. Tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur alfarið neitað sök.Getty/E. Jason Wamsgans-Pool Saksóknarar í málinu telja afar mikilvægt að dómstólar taki frásagnirnar til greina, þar sem þær sýni fram á að þær ákærur sem þegar hafa verið lagðar fram á hendur Kelly séu ekki einsdæmi, heldur hluti af mun stærra mynstri. Í hátt í tvo áratugi hafa konur, ein af annarri, stigið fram með ásakanir á hendur Kelly og borið hann þungum sökum. Heimildarmyndin Surviving R. Kelly sem kom út árið 2019 vakti bæði undrun og hneykslan en í henni saka nokkrar konur R. Kelly um gróft kynferðislegt ofbeldi. Nokkrar þeirra sem bjuggu á heimili hans í Chicago segja að Kelly hafi drottnað yfir þeim sem leiðtogi í eins konar sértrúarsöfnuði. Þær hafi neyðst til þess að stunda með honum kynlíf og þurft að kalla hann „pabba“. Þá þurftu þær að biðja hann leyfi fyrir hversdagslegustu hlutum á borð við að fá að nota salernið. Kelly hefur verið ákærður fyrir kynferðislega misnotkun, barnaklám, mannrán og að hindra framgang réttvísinnar í New York, Chicago og Illinois en hefur lýst sig saklausan af öllum ákæruliðum. Kynferðisbrot valdamanna Bandaríkin Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly handtekinn vegna mansals Lögreglumenn frá New York og fulltrúa heimavarnaráðuneytisins eru sagðir hafa tekið söngvarann höndum í nótt. 12. júlí 2019 07:12 R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45 Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn Sjá meira
Lögfræðingi Kelly barst nú á dögunum skjöl þess efnis að tónlistarmaðurinn hefði átt í kynferðislegu sambandi við pilt sem þá var 17 ára. Þeir eiga að hafa kynnst árið 2006 þegar ungi pilturinn var að reyna fyrir sér sem tónlistarmaður. Kelly er sagður hafa hitt piltinn á McDonalds og boðið honum að koma í hljóðver sitt í Chicago. Kelly á í kjölfarið að hafa spurt piltinn hvað hann væri tilbúinn að leggja á sig til þess að láta draum sinn um að verða tónlistarmaður rætast. Þá á hann að hafa stungið upp á kynferðislegum athöfnum sem pilturinn er sagður hafa orðið við. Pilturinn á síðar að hafa kynnt Kelly fyrir öðrum vini sínum, sem einnig var 16 eða 17 ára. Kelly á einnig að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við hann. Þá er tónlistarmaðurinn sakaður um að hafa tekið kynferðislegar athafnir piltanna á myndband. Tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur alfarið neitað sök.Getty/E. Jason Wamsgans-Pool Saksóknarar í málinu telja afar mikilvægt að dómstólar taki frásagnirnar til greina, þar sem þær sýni fram á að þær ákærur sem þegar hafa verið lagðar fram á hendur Kelly séu ekki einsdæmi, heldur hluti af mun stærra mynstri. Í hátt í tvo áratugi hafa konur, ein af annarri, stigið fram með ásakanir á hendur Kelly og borið hann þungum sökum. Heimildarmyndin Surviving R. Kelly sem kom út árið 2019 vakti bæði undrun og hneykslan en í henni saka nokkrar konur R. Kelly um gróft kynferðislegt ofbeldi. Nokkrar þeirra sem bjuggu á heimili hans í Chicago segja að Kelly hafi drottnað yfir þeim sem leiðtogi í eins konar sértrúarsöfnuði. Þær hafi neyðst til þess að stunda með honum kynlíf og þurft að kalla hann „pabba“. Þá þurftu þær að biðja hann leyfi fyrir hversdagslegustu hlutum á borð við að fá að nota salernið. Kelly hefur verið ákærður fyrir kynferðislega misnotkun, barnaklám, mannrán og að hindra framgang réttvísinnar í New York, Chicago og Illinois en hefur lýst sig saklausan af öllum ákæruliðum.
Kynferðisbrot valdamanna Bandaríkin Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly handtekinn vegna mansals Lögreglumenn frá New York og fulltrúa heimavarnaráðuneytisins eru sagðir hafa tekið söngvarann höndum í nótt. 12. júlí 2019 07:12 R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45 Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn Sjá meira
R. Kelly handtekinn vegna mansals Lögreglumenn frá New York og fulltrúa heimavarnaráðuneytisins eru sagðir hafa tekið söngvarann höndum í nótt. 12. júlí 2019 07:12
R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“