Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 06:28 R. Kelly ásamt lögmanni sínum í dómsal í september í fyrra. getty/pool Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. Lögmaður Kelly segir í samtali við CNN að honum hafi verið tjáð að tónlistarmaðurinn hafi legið í rúminu í fangaklefa sínum þegar annar fangi vatt sér upp að honum og lét hnefana tala. Kelly sætir margvíslegum ákærum í þremur ríkjum Bandaríkjanna fyrir kynferðisbrot, barnaníð, mannrán, mansal, mútugreiðslur, fjárkúgun og vörslu á barnaklámi. Hann var tvívegis handtekinn í fyrra og hefur verið í haldi lögreglunnar í Chicago í rúmt ár. Hann neitar sök og áætlað er að hann geri það aftur þegar hann verður leiddur fyrir dómara í september. Fjölmiðlar vestanhafs hafa átt í erfiðleikum með að staðfesta að Kelly hafi orðið fyrir fyrrnefndri áras á þriðjudag. Lögmannateymi hans segist sjálft hafa fengið misvísandi upplýsingar um atburðarásina og hvort Kelly hafi slasast í átökunum. Einn lögmanna hans segir þó að fangaverðir hafi verið fljótir að stöðva árásarmanninn. Lögmennirnir hafa varið síðustu vikum í að fá Kelly lausan svo hann geti tekið þátt í málsvörn sinni fyrir aðalmeðferðina í september. Þeir hafi ekki getað átt í neinum samskiptum við hann af ráði vegna strangra kórónuveirutakmarkana í fangelsinu í Chicago. Lögmennirnir hafi þannig ekki getað rætt við Kelly um hina meintu árás. Hvað sem henni líður telja lögmennirnir nauðsynlegt að losa hann úr haldi næstu vikurnar því líf hans sé í hættu. Ákærurnar gegn Kelly hafa hlaðist upp á síðustu árum samhliða frásögnum tuga kvenna sem segja hann hafa brotið gegn sér, t.a.m. þegar þær voru á barnsaldri. Fari svo að R. Kelly verði dæmdur í öllum ákæruliðum má hann vænta þess að verja ævinni á bak við lás og slá. Bandaríkin Tónlist MeToo Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55 R. Kelly ákærður fyrir mútur vegna hjónabandsins við Aaliyah Tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur verið ákærður fyrir að bera mútur á opinberan embættismann í tengslum við það þegar hann giftist söngkonunni Aaliyah árið 1994. 6. desember 2019 08:22 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. Lögmaður Kelly segir í samtali við CNN að honum hafi verið tjáð að tónlistarmaðurinn hafi legið í rúminu í fangaklefa sínum þegar annar fangi vatt sér upp að honum og lét hnefana tala. Kelly sætir margvíslegum ákærum í þremur ríkjum Bandaríkjanna fyrir kynferðisbrot, barnaníð, mannrán, mansal, mútugreiðslur, fjárkúgun og vörslu á barnaklámi. Hann var tvívegis handtekinn í fyrra og hefur verið í haldi lögreglunnar í Chicago í rúmt ár. Hann neitar sök og áætlað er að hann geri það aftur þegar hann verður leiddur fyrir dómara í september. Fjölmiðlar vestanhafs hafa átt í erfiðleikum með að staðfesta að Kelly hafi orðið fyrir fyrrnefndri áras á þriðjudag. Lögmannateymi hans segist sjálft hafa fengið misvísandi upplýsingar um atburðarásina og hvort Kelly hafi slasast í átökunum. Einn lögmanna hans segir þó að fangaverðir hafi verið fljótir að stöðva árásarmanninn. Lögmennirnir hafa varið síðustu vikum í að fá Kelly lausan svo hann geti tekið þátt í málsvörn sinni fyrir aðalmeðferðina í september. Þeir hafi ekki getað átt í neinum samskiptum við hann af ráði vegna strangra kórónuveirutakmarkana í fangelsinu í Chicago. Lögmennirnir hafi þannig ekki getað rætt við Kelly um hina meintu árás. Hvað sem henni líður telja lögmennirnir nauðsynlegt að losa hann úr haldi næstu vikurnar því líf hans sé í hættu. Ákærurnar gegn Kelly hafa hlaðist upp á síðustu árum samhliða frásögnum tuga kvenna sem segja hann hafa brotið gegn sér, t.a.m. þegar þær voru á barnsaldri. Fari svo að R. Kelly verði dæmdur í öllum ákæruliðum má hann vænta þess að verja ævinni á bak við lás og slá.
Bandaríkin Tónlist MeToo Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55 R. Kelly ákærður fyrir mútur vegna hjónabandsins við Aaliyah Tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur verið ákærður fyrir að bera mútur á opinberan embættismann í tengslum við það þegar hann giftist söngkonunni Aaliyah árið 1994. 6. desember 2019 08:22 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55
R. Kelly ákærður fyrir mútur vegna hjónabandsins við Aaliyah Tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur verið ákærður fyrir að bera mútur á opinberan embættismann í tengslum við það þegar hann giftist söngkonunni Aaliyah árið 1994. 6. desember 2019 08:22