Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 06:28 R. Kelly ásamt lögmanni sínum í dómsal í september í fyrra. getty/pool Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. Lögmaður Kelly segir í samtali við CNN að honum hafi verið tjáð að tónlistarmaðurinn hafi legið í rúminu í fangaklefa sínum þegar annar fangi vatt sér upp að honum og lét hnefana tala. Kelly sætir margvíslegum ákærum í þremur ríkjum Bandaríkjanna fyrir kynferðisbrot, barnaníð, mannrán, mansal, mútugreiðslur, fjárkúgun og vörslu á barnaklámi. Hann var tvívegis handtekinn í fyrra og hefur verið í haldi lögreglunnar í Chicago í rúmt ár. Hann neitar sök og áætlað er að hann geri það aftur þegar hann verður leiddur fyrir dómara í september. Fjölmiðlar vestanhafs hafa átt í erfiðleikum með að staðfesta að Kelly hafi orðið fyrir fyrrnefndri áras á þriðjudag. Lögmannateymi hans segist sjálft hafa fengið misvísandi upplýsingar um atburðarásina og hvort Kelly hafi slasast í átökunum. Einn lögmanna hans segir þó að fangaverðir hafi verið fljótir að stöðva árásarmanninn. Lögmennirnir hafa varið síðustu vikum í að fá Kelly lausan svo hann geti tekið þátt í málsvörn sinni fyrir aðalmeðferðina í september. Þeir hafi ekki getað átt í neinum samskiptum við hann af ráði vegna strangra kórónuveirutakmarkana í fangelsinu í Chicago. Lögmennirnir hafi þannig ekki getað rætt við Kelly um hina meintu árás. Hvað sem henni líður telja lögmennirnir nauðsynlegt að losa hann úr haldi næstu vikurnar því líf hans sé í hættu. Ákærurnar gegn Kelly hafa hlaðist upp á síðustu árum samhliða frásögnum tuga kvenna sem segja hann hafa brotið gegn sér, t.a.m. þegar þær voru á barnsaldri. Fari svo að R. Kelly verði dæmdur í öllum ákæruliðum má hann vænta þess að verja ævinni á bak við lás og slá. Bandaríkin Tónlist MeToo Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55 R. Kelly ákærður fyrir mútur vegna hjónabandsins við Aaliyah Tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur verið ákærður fyrir að bera mútur á opinberan embættismann í tengslum við það þegar hann giftist söngkonunni Aaliyah árið 1994. 6. desember 2019 08:22 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fleiri fréttir Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Sjá meira
Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. Lögmaður Kelly segir í samtali við CNN að honum hafi verið tjáð að tónlistarmaðurinn hafi legið í rúminu í fangaklefa sínum þegar annar fangi vatt sér upp að honum og lét hnefana tala. Kelly sætir margvíslegum ákærum í þremur ríkjum Bandaríkjanna fyrir kynferðisbrot, barnaníð, mannrán, mansal, mútugreiðslur, fjárkúgun og vörslu á barnaklámi. Hann var tvívegis handtekinn í fyrra og hefur verið í haldi lögreglunnar í Chicago í rúmt ár. Hann neitar sök og áætlað er að hann geri það aftur þegar hann verður leiddur fyrir dómara í september. Fjölmiðlar vestanhafs hafa átt í erfiðleikum með að staðfesta að Kelly hafi orðið fyrir fyrrnefndri áras á þriðjudag. Lögmannateymi hans segist sjálft hafa fengið misvísandi upplýsingar um atburðarásina og hvort Kelly hafi slasast í átökunum. Einn lögmanna hans segir þó að fangaverðir hafi verið fljótir að stöðva árásarmanninn. Lögmennirnir hafa varið síðustu vikum í að fá Kelly lausan svo hann geti tekið þátt í málsvörn sinni fyrir aðalmeðferðina í september. Þeir hafi ekki getað átt í neinum samskiptum við hann af ráði vegna strangra kórónuveirutakmarkana í fangelsinu í Chicago. Lögmennirnir hafi þannig ekki getað rætt við Kelly um hina meintu árás. Hvað sem henni líður telja lögmennirnir nauðsynlegt að losa hann úr haldi næstu vikurnar því líf hans sé í hættu. Ákærurnar gegn Kelly hafa hlaðist upp á síðustu árum samhliða frásögnum tuga kvenna sem segja hann hafa brotið gegn sér, t.a.m. þegar þær voru á barnsaldri. Fari svo að R. Kelly verði dæmdur í öllum ákæruliðum má hann vænta þess að verja ævinni á bak við lás og slá.
Bandaríkin Tónlist MeToo Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55 R. Kelly ákærður fyrir mútur vegna hjónabandsins við Aaliyah Tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur verið ákærður fyrir að bera mútur á opinberan embættismann í tengslum við það þegar hann giftist söngkonunni Aaliyah árið 1994. 6. desember 2019 08:22 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fleiri fréttir Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Sjá meira
R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55
R. Kelly ákærður fyrir mútur vegna hjónabandsins við Aaliyah Tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur verið ákærður fyrir að bera mútur á opinberan embættismann í tengslum við það þegar hann giftist söngkonunni Aaliyah árið 1994. 6. desember 2019 08:22