Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár

Árið sem er senn á enda var gróskumikið í tónlist og hlaðvörpum hérlendis enda okkar litla eyja stútfull af hæfileikafólki. Spotify sendi blaðamanni yfirlit á vinsælustu tónlistarmennina, lögin og hlaðvörpin á Íslandi fyrir árið 2025. 

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tals­maður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk

Poppstjarnan Sabrina Carpenter sagðist ekki vilja að tónlist hennar yrði notuð í „illu og ógeðslegu“ myndbandi innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna og var þá svarað fullum hálsi. Talsmaður Hvíta hússins sagði ríkisstjórnina ekki myndu biðjast afsökunar á því að senda hættulega glæpamenn úr landi.

Lífið
Fréttamynd

Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi

Það er sannkallaður kraftur í Leikfélagi Akureyrar um þessar mundir og enga lognmollu að finna í líflegu leikári félagsins. Félagið fjöruga frumsýnir hér tónlistarmyndband við eldhressa rokkóperu sem verður sýnd í Samkomuhúsinu á nýju ári.

Tónlist
Fréttamynd

Þau hlutu verðlaun Dags ís­lenskrar tón­listar

Formleg hátíðardagskrá Dags íslenskrar tónlistar fór fram í Hörpu í dag þar sem tónlistaraðildarfélögin STEF og SFH nýttu tækifærið og veittu viðurkenningar þeim einstaklingum og/eða hópum sem þykja hafa lagt lóð á vogarskálar í þágu íslensks tónlistarlífs á síðustu misserum. 

Tónlist
Fréttamynd

Radiohead frestar tón­leikum sínum í Köben

Breska rokksveitin Radiohead hefur frestað tónleikum sínum sem fara áttu fram í Royal Arena í Kaupmannahöfn annars vegar í kvöld og hins vegar annað kvöld. Ástæðan eru veikindi söngvarans Thom Yorke.

Lífið
Fréttamynd

Þetta er fólkið sem fær lista­manna­laun 2026

Nú er ljóst hverjir hljóta listamannalaun frá ríkinu á næsta ári. Til úthlutunar voru 1970 mánaðarlaun úr átta launasjóðum, það er hönnuða, myndlistarmanna, rithöfunda, sviðslistafólks, tónlistarflytjenda, tónskálda, kvikmyndahöfunda og Vegsemd fyrir listamenn 67 ára og eldri. Fjöldi umsækjenda var 1.148 þar af 1.031 einstaklingar og 117 sviðslistahópar. Sótt var um 10.719 mánuði þar af 1.755 mánuði innan sviðslistahópa en úthlutanir eru 306.

Menning
Fréttamynd

Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu

Alex Þór Jónsson, betur þekktur sem Lexi Picasso, skaddaðist á mænu þegar hann missti sextíu kílóa lóð á höfuðið. Hann segist hafa notað æfingar til að flýja djöfla sína og nauðgun sem hann varð fyrir í æsku. Hann fór til Kenía í aðgerð við mænuskaða en festist þar í þrjú ár vegna Covid-heimsfaraldursins.

Lífið
Fréttamynd

Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni

Kortleggja á hvernig bæta megi aðstöðu til lifandi tónlistarflutning í Reykjavík og verður til þess skipaður spretthópur. Tekin var ákvörðun um þetta á fundi menningar- og íþróttaráðs borgarinnar á föstudag. 

Innlent
Fréttamynd

Harbour og „Madeline“ sögð hafa endur­nýjað kynnin

Leikarinn David Harbour, sem skildi fyrr á árinu við popparann Lily Allen, er talinn hafa endurnýjað kynni sín við búningahönnuðinn Natalie Tippett sem hann hélt við meðan þau Allen voru enn gift. Allen samdi heila plötu um framhjáhaldið og lagið „Madeline“ um viðhaldið en Tippett hefur gengist við því að vera títtnefnd Madeline.

Lífið
Fréttamynd

Bjallaði í eitt virtasta tón­skáld Kasakstan

„Mig hafði alla tíð dreymt um að gera plötu,“ segir listamaðurinn, pródúsentinn og hljóðmaðurinn Haukur Páll. Haukur, sem er fæddur árið 2000, byrjaði þrettán ára gamall að semja tónlist og var nú tólf árum síðar að senda frá sér sína fyrstu plötu sem heitir Kyrrðin.

Tónlist
Fréttamynd

„Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raun­gerast“

Nýjasta skáldsaga Sifjar Sigmarsdóttur byggir á lífshlaupi Anniear Leifs, fyrstu eiginkonu tónskáldsins Jóns Leifs, en Sif þurfti að skálda mikið í eyðurnar sökum skorts á heimildum. Þegar bókin fór í prentun hafði maður nokkur samband við Sif og var þá nýbúinn að finna dagbók Anniear sem hafði verið grafin ofan í pappakassa í áratugi.

Menning
Fréttamynd

Reggí-risinn Jimmy Cliff allur

Jamaíska reggígoðsögnin Jimmy Cliff, sem átti stóran þátt í að breiða út reggí til heimsbyggðarinnar, er látinn 81 árs að aldri. 

Tónlist
Fréttamynd

Lifandi tón­list beint í æð allan ársins hring

Reykjavíkurborg iðar af menningu og lífi allan ársins hring. Þrátt fyrir að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves sé nýafstaðin þýðir það ekki að það sé ekki hægt að sækja ótal skemmtilega tónleika á næstu misserum.

Tónlist
Fréttamynd

Þakk­lát að hafa prófað alls konar hluti

„Ég var gjörn á að „fela“ mig með fatnaði og það tók tíma að læra inn á mig,“ segir tónlistarkonan Kolfreyja Sól Bogadóttir, betur þekkt sem Alaska 1867. Hún ræddi við blaðamann um persónulegan stíl, tískuna og fataskápinn.

Tíska og hönnun