Drottningin hefur fengið nóg af Harry og Meghan.Getty/Sean Gallup
Elísabet Englandsdrottning hefur skipað starfsmönnum hallarinnar að hefja undirbúning á málaferlum við hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle. Hún hefur fengið nóg af ummælum þeirra um sig og konungsfjölskylduna í viðtölum við fjölmiðla vestanhafs þar sem hjónin búa nú.
„Stemmningin sem maður fær frá þeim hæst settu í fjölskyldunni er að nú sé mælirinn fullur,“ hefur The Sun eftir heimildarmanninum.
„Það eru takmörk fyrir því hve mikið drottningin lætur yfir sig ganga.“
Lögmenn konungsfjölskyldunnar hafi gert hertogahjónunum ljóst að frekari árásir á fjölskylduna verði ekki liðnar.
Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, eignuðust sitt annað barn í sumar. Það var stúlka sem var skírð í höfuðið á langömmu sinni, drottningunni.epa/FACUNDO ARRIZABALAGA
Kornið sem fyllti mæli drottningar er eflaust tilkynning Harrys um að hann væri nú að skrifa endurminningar sínar þar sem allt yrði látið flakka. Hún á að koma út á næsta ári.
Konungsfjölskyldan hefur sent útgefandanum viðvörun um að hún muni fara í málaferli við hann ef bókin kemur út.
Piers Morgan heldur fast í þær fullyrðingar sínar að Meghan Markle og Harry Bretaprins hafi logið í viðtali við Opruh Winfrey á dögunum og segist njóta stuðnings verulegs meirihluta bresku þjóðarinnar.
Karl Bretaprins á ekki hefðbundið fegðasamband við syni sína Vilhjálm og Harry. Þetta hefur People eftir heimildarmanni sínum sem er sagður þekkja vel til innan konungsfjölskyldunnar. Sambandið hafi alltaf verið flókið.
Álit bresks almennings á hjónunum Meghan Markle og Harry prins hefur aldrei verið eins slæmt og núna eftir að umdeilt viðtal Opruh Winfrey við hjónin var sýnt. Viðtalið vakti heimsathygli þar sem þau greindu meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimir Harry hafi lýst áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra áður en hann fæddist.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.