Erlent

Sakar Markle og Harry um „lygar á alheimsskala“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Forsvarsmenn ITV eru sagðir hafa krafist þess að Morgan bæðist afsökunar á ummælum sínum um Markle og Harry. Hann neitaði, gaf í og var þá látinn fara.
Forsvarsmenn ITV eru sagðir hafa krafist þess að Morgan bæðist afsökunar á ummælum sínum um Markle og Harry. Hann neitaði, gaf í og var þá látinn fara. epa/Neil Hall

Piers Morgan heldur fast í þær fullyrðingar sínar að Meghan Markle og Harry Bretaprins hafi logið í viðtali við Opruh Winfrey á dögunum og segist njóta stuðnings verulegs meirihluta bresku þjóðarinnar.

Þetta kom fram í samtali Morgan við íhaldssama sjónvarpsmanninn Tucker Carlson á Fox News en um er að ræða fyrsta viðtalið sem Morgan veitir frá því að hann var látinn taka pokann sinn sem einn þáttastjórnanda Good Morning Britain.

Ummæli Morgan í morgunþættinum, þar sem hann sakaði Markle meðal annars um lygar, vöktu mikla reiði og metfjöldi kvartaði til eftirlitsaðilans Ofcom.

„Gamlir, ungir, svartir, hvítir; gildir einu. Þeir hafa allir komið upp að mér allan daginn, alla daga,“ sagði Morgan um hinn mikla stuðning við sig.

Í viðtalinu sakaði hann Markle og Harry um óheiðarlega árás á konungsfjölskylduna.

Morgan kallaði viðtalið „hallærislegt, smekklaust, óeinlægt“ og sakaði parið um „lygar á alheimsskala“.

Þá sagðist sjónvarpsmaðurinn hafa fengið fjölda starfstilboða í kjölfar fjaðrafoksins.


Tengdar fréttir

Osbourne deilir örlögum Morgan og er látin taka pokann sinn

Raunveruleikaþáttastjarnan Sharon Osbourne mun ekki snúa aftur í spjallþáttinn The Talk, eftir heita umræðu í þættinum um rasisma. Umræðan átti sér stað í kjölfar þess að Osbourne lýsti yfir stuðningi við sjónvarpsmanninn Piers Morgan.

The Sun réði einka­spæjara til að fá upp­lýsingar um Meg­han

Breska götublaðið The Sun borgaði bandaríska einkaspæjaranum Daniel Hanks fyrir að sækja upplýsingar um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, á fyrstu stigum sambands hennar við Harry Bretaprins. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið í kvöld.

Aldrei fleiri kvartanir borist

Rúmlega 57 þúsund kvartanir hafa borist breska eftirlitsaðilanum Ofcom í kjölfar þáttar Good Morning Britain í síðustu viku þar sem viðtal Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex var til umræðu. Aldrei hafa jafn margar kvartanir borist fjölmiðlaeftirlitinu vegna sjónvarpsefnis áður.

Morgan stendur við orð sín um Meghan og bætir í

Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan, sem hætti í gær sem þáttastjórnandi í Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni vegna ummæla sinna um Meghan Markle, segist standa við það sem hann sagði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.