Veður

Hiti að 21 stigi og hlýjast norð­austan­til

Atli Ísleifsson skrifar
´morgun má reikna með norðlægari vindum.
´morgun má reikna með norðlægari vindum. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir austlægri eða breytilegri átt í dag, golu eða kalda. Léttskýjað verður norðaustantil á landinu í dag, en skýjað með köflum annars staðar og jafnvel síðdegisskúrir á stöku stað.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði víða þrettán til 21 stig að deginum þar sem hlýjast verður í innsveitum á Norðausturlandi.

Norðlægari vindur í kvöld og þokuloft við norðurströndina. Sömuleiðis norðlægari vindur á morgun og bjart veður sunnan- og vestanlands en dálítil rigning austast. Fremur hlýtt í veðri.

Spákortið fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Bjartviðri á S- og V-landi, annars skýjað með köflum og dálítil væta austast. Hiti víða 14 til 21 stig, hlýjast SV-til, en svalara á annesjum N- og A-lands.

Á laugardag: Heldur vaxandi norðanátt, 8-13 síðdegis. Lítilsháttar rigning með köflum, en þurrt á S- og V-landi. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast sunnan heiða.

Á sunnudag: Suðvestlæg eða breytileg átt, skýjað og dálítil súld V-lands. Hiti yfirleitt 10 til 15 stig.

Á mánudag og þriðjudag: Suðvestanátt og lítilsháttar væta, en skýjað með köflum og þurrt um landið A-vert. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á NA- og A-landi.

Á miðvikudag: Útlit fyrir svipað veður áfram.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×