Erlent

„Hvert eigum við að fara?“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Miklir gróðureldar hafa geisað í Grikklandi.
Miklir gróðureldar hafa geisað í Grikklandi. AP/Thodoris Nikolaou)

Þúsundum íbúa og ferðamanna í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands, hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna mikilla gróðureldra sem þar geisa.

Tveir hafa látist í gróðureldunum í Grikklandi en mikill hiti og kraftmiklir vindar hafa skapað aðstæður þar sem erfitt reynist að eiga við gróðureldana.

Notast er við um tuttugu flugvélar við slökkvistarfið auk þess sem að von er á liðsauka frá Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum til að aðstoða við slökkvistarfið.

Á vef Reuters er rætt við Yorgos Papaioannou sem býr í úthverfi Aþenu. Hann hafði eytt deginum vopnaður vatnsslöngu úr garðinum til þess að reyna að slökkva elda við nýbyggt hús hans.

„Við höfum bara eytt einni nótt hér í þessu nýja húsi og nú þurfum við að yfirgefa það,“ sagði Papaionannu í viðtali við Reuters. Lögregla skipaði honum og kærustu hans að yfirgefa svæðið í dag.

„Eldur, svo mikill eldur. Það er allt brunnið. Hús, verksmiðjur allt,“ sagði Wasim Khan, starfsmaður verksmiðju sem brann í gróðureldnum.

„Það eru allir farnir þannig að ég fer líka. Hvað eigum við að gera núna, hvert eigum við að fara? spurði hann blaðamann Reuters, sem virðist ekki hafa haft svarið á reiðum höndum.

Yfirvöld hafa opnað skýli og greitt fyrir hótelgistingu á stöðum þar sem íbúum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. Margir óttast hins vegar hvað bíður þeirra þegar það versta er yfirstaðið.


Tengdar fréttir

Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu

Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.