Erlent

Náðu naum­lega að bjarga fornum Ólympíu­leik­vangi frá gróður­eldum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Naumlega tókst að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá eldstungum.
Naumlega tókst að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá eldstungum. Getty/Milos Bicanski

Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð.

Meira en 150 eldar hafa kviknað í Tyrklandi á síðustu níu dögum og brenna þeir flestir við suðurströnd landsins. Margir ferðamannastaðir hafa orðið illa úti vegna eldanna og fjöldi ferðamanna þurft að flýja dvalarstaði sína vegna hamfaranna.

Þá hafa miklir eldar brunnið í Grikklandi, en þar hafa sömuleiðis um 150 eldar brunnið undanfarna daga. Rýma þurfti tugi bæja á eyjunni Evia og hafa meira en 170 slökkviliðsmenn, 52 dælubílar og sex flugvélar barist við eldana þar.

Naumlega tókst að bjarga fornum Ólympíuleikvangi á Pelópsskaga þar sem eldar hafa brunnið og þurfti að rýma tugi bæja í nágrenni við leikvanginn. Kýpur og Frakkland hafa sent Grikkjum aðstoð og tvær flugvélar útbúnar slökkvitækjum munu koma til Grikklands frá Svíþjóð í dag.

Gróðureldar hafa ekki aðeins brunnið í Evrópu heldur hafa gríðarlegir eldar herjað á Kaliforníu vestanhafs. Þúsundir þurftu að yfirgefa heimili sín í norausturhluta Kaliforníu í gær og urðu minnst fjögur heimili eldinum að bráð. Eldarnir hafa fengið viðurnefnið Áreldarnir en hátt í 600 hektarar urðu eldunum að bráð á fyrstu klukkutímunum eftir að þeir kviknuðu.


Tengdar fréttir

Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu

Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.