Veður

Víðast væta en kaldast á Austur­landi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Búast má við vætu víðast hvar á landinu í dag og næstu daga.
Búast má við vætu víðast hvar á landinu í dag og næstu daga. Vísir/Vilhelm

Í dag má búast við hægum vindi eða hafgolu og að mestu skýjuðu á landinu öllu. Mestar líkur á sólarglætu eru á norðaustanverðu landinu. Sums staðar má búast við dálítilli vætu, sérstaklega á Vesturlandi en síðdegis munu myndast skúrir víða.

Hitinn í dag er á bilinu 12 til 20 stig og svalast við austurströndina. Útlit er að veðrið verði svipað næstu daga en hiti verður þá yfirleitt á bilinu 10 til 16 stig.Af vef Veðurstofunnar má ætla að veðrið haldist óbreytt fram yfir helgi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.