Veður

Þrumur og eldingar í upp­sveitum Suður­lands

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gríðarlegar eldingar voru í uppsveitum á Suðurlandi í kvöld.
Gríðarlegar eldingar voru í uppsveitum á Suðurlandi í kvöld. Sigurður Andri Sigvaldason

Þrumur og eldingar hafa mælst í uppsveitum á Suðurlandi í dag og hefur Veðurstofu Íslands borist fjöldi ábendinga um veðurundrið.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu Veðurstofunnar. Eldingarnar koma úr skúraskýjum sem geta myndast í óstöðugu lofti þegar sól hitar yfirborð landsins. Líklegt er að veðrið gangi yfir á næstu klukkustundum.

Hér að neðan má sjá myndband sem Andri Hrafn, sem er staddur á svæðinu, náði af eldingu. 

Sigurður Andri Sigvaldason var staddur í Bláskógabyggð í kvöld og náði þessum mögnuðu myndböndum. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.