Enski boltinn

Leikmenn Englands í fríi og sungu Sweet Caroline

Anton Ingi Leifsson skrifar
Walker, Shaw og Mount eru á meðal þeirra sem eru mættir í frí saman.
Walker, Shaw og Mount eru á meðal þeirra sem eru mættir í frí saman. Visionhaus/Getty Images

Það lýsir kannski samheldninni í enska landsliðshópnum vel að margir leikmennirnir flugu saman í frí eftir Evrópumótið.

Eftir að hafa verið í sex vikur saman í búbblu þá ákváðu nokkrir leikmenn að ferðast saman í frí til þess að safna kröftum fyrir næstu leiktíð.

Sárt tap í vítaspyrnukeppninni virðist ekki skemma stemninguna í fríi hópsins en þar má meðal annars finna Mason Mount, Luke Shaw, Declan Rice og Kyle Walker.

Myndband af þeim hefur ratað á netið þar sem þeir syngja lag Neil Diamons, Sweet Caroline, sem var eitt af þeim lögum sem ensku stuðningsmennirnir sungu mest yfir mótinu.

Það var meðal annars spilað eftir 2-0 sigur Englands á Þýskalandi og þakið ætlaði af Wembley.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.