Fresta réttarhöldum yfir 47 lýðræðissinnum um ellefu vikur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2021 13:04 Ákærur á hendur lýðræðissinnanna 47 hafa verið harðlega gagnrýndar og stuðningsmenn þeirra krefjast að þeim verði sleppt úr haldi. Getty/Anthony Kwan Saksóknarar hafa frestað réttarhöldum yfir 47 lýðræðissinnum í Hong Kong, sem blésu til prófkjörs sem dæmt var ólöglegt, um ellefu vikur. Búist var við því að saksóknarar myndu óska eftir að málið yrði flutt fyrir dómstóli sem getur gefið harðari refsingar en þess í stað óskuðu þeir eftir frestun, þar sem þeir segjast þurfa að undirbúa dómsmálið betur. Hinir 47 ákærðu voru í 55 manna hópi sem var handtekinn af þjóðaröryggislögreglunni þann 6. janúar síðastliðinn fyrir að hafa brotið umdeild öryggislög Hong Kong. Meðal ákærðu eru kennarar, opinberir starfsmenn og fyrrverandi, lýðræðissinnaðir, þingmenn Hong Kong. Fréttastofa Guardian greinir frá. Meirihluti fólksins í hópnum hefur setið í fangelsi síðan í febrúar síðastliðnum. Tólf voru leyst úr haldi gegn tryggingu eftir að fangelsisyfirvöld voru sökuð um að meina þeim að baða sig og hvílast og fjórir höfðu verið fluttir á sjúkrahús úr fangelsinu. Hópurinn hefur verið ákærður fyrir samsæri gegn stjórnvöldum, sem er brotlegt samkvæmt öryggislögunum sem voru innleidd fyrir rúmu ári, en hópurinn blés til óformlegs prófkjörs í júlí 2020 í aðdraganda þingkosninga í héraðinu, sem síðar var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Prófkjör fara almennt ekki fram í Hong Kong en ýmsir stjórnmálaflokkar hafa haldið prófkjör, þar á meðal stjórnarflokkar. Niðurstöður þeirra hafa þó aldrei verið bindandi. Stjórnvöld litu hins vegar á prófkjörið sem andstöðu gegn þáverandi yfirvöldum, í kjölfar árslangra mótmæla, og talið er að allt að 600 þúsund manns hafi tekið þátt í prófkjörinu. Yfirvöld í Peking lýstu því yfir að prófkjörið hafi verið ólöglegt og sex mánuðum seinna nýttu yfirvöld í Hong Kong sér öryggislögin, sem innleidd voru að frumkvæði Kína, og lét handtaka alla frambjóðendur og skipuleggjendur prófkjörsins. Öryggislögin voru lögð til af kínverskum stjórnvöldum og samþykkt af yfirvöldum í Hong Kong aðeins tíu dögum áður en prófkjörið fór fram. Öryggislögin eru mjög ströng og banna alla andstöðu gegn yfirvöldum í Kína. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49 Lýðræðissinnum bannað að syrgja félaga sinn sem sakaður er um hryðjuverk Lögreglan í Hong Kong hefur varað lýðræðissinna við því að syrgi þeir dauða mótmælanda, sem stakk lögreglumann með kuta, verði litið á það sem stuðning við hryðjuverk. Það sé vegna þess að árásin sé nú til rannsóknar hjá þjóðaröryggisstofnun Hong Kong. 5. júlí 2021 14:24 Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Búist var við því að saksóknarar myndu óska eftir að málið yrði flutt fyrir dómstóli sem getur gefið harðari refsingar en þess í stað óskuðu þeir eftir frestun, þar sem þeir segjast þurfa að undirbúa dómsmálið betur. Hinir 47 ákærðu voru í 55 manna hópi sem var handtekinn af þjóðaröryggislögreglunni þann 6. janúar síðastliðinn fyrir að hafa brotið umdeild öryggislög Hong Kong. Meðal ákærðu eru kennarar, opinberir starfsmenn og fyrrverandi, lýðræðissinnaðir, þingmenn Hong Kong. Fréttastofa Guardian greinir frá. Meirihluti fólksins í hópnum hefur setið í fangelsi síðan í febrúar síðastliðnum. Tólf voru leyst úr haldi gegn tryggingu eftir að fangelsisyfirvöld voru sökuð um að meina þeim að baða sig og hvílast og fjórir höfðu verið fluttir á sjúkrahús úr fangelsinu. Hópurinn hefur verið ákærður fyrir samsæri gegn stjórnvöldum, sem er brotlegt samkvæmt öryggislögunum sem voru innleidd fyrir rúmu ári, en hópurinn blés til óformlegs prófkjörs í júlí 2020 í aðdraganda þingkosninga í héraðinu, sem síðar var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Prófkjör fara almennt ekki fram í Hong Kong en ýmsir stjórnmálaflokkar hafa haldið prófkjör, þar á meðal stjórnarflokkar. Niðurstöður þeirra hafa þó aldrei verið bindandi. Stjórnvöld litu hins vegar á prófkjörið sem andstöðu gegn þáverandi yfirvöldum, í kjölfar árslangra mótmæla, og talið er að allt að 600 þúsund manns hafi tekið þátt í prófkjörinu. Yfirvöld í Peking lýstu því yfir að prófkjörið hafi verið ólöglegt og sex mánuðum seinna nýttu yfirvöld í Hong Kong sér öryggislögin, sem innleidd voru að frumkvæði Kína, og lét handtaka alla frambjóðendur og skipuleggjendur prófkjörsins. Öryggislögin voru lögð til af kínverskum stjórnvöldum og samþykkt af yfirvöldum í Hong Kong aðeins tíu dögum áður en prófkjörið fór fram. Öryggislögin eru mjög ströng og banna alla andstöðu gegn yfirvöldum í Kína.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49 Lýðræðissinnum bannað að syrgja félaga sinn sem sakaður er um hryðjuverk Lögreglan í Hong Kong hefur varað lýðræðissinna við því að syrgi þeir dauða mótmælanda, sem stakk lögreglumann með kuta, verði litið á það sem stuðning við hryðjuverk. Það sé vegna þess að árásin sé nú til rannsóknar hjá þjóðaröryggisstofnun Hong Kong. 5. júlí 2021 14:24 Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49
Lýðræðissinnum bannað að syrgja félaga sinn sem sakaður er um hryðjuverk Lögreglan í Hong Kong hefur varað lýðræðissinna við því að syrgi þeir dauða mótmælanda, sem stakk lögreglumann með kuta, verði litið á það sem stuðning við hryðjuverk. Það sé vegna þess að árásin sé nú til rannsóknar hjá þjóðaröryggisstofnun Hong Kong. 5. júlí 2021 14:24
Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01