Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2021 11:49 Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong á vikulegum blaðamannafundi sínum í dag. AP/Kin Cheung Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. Hald mun hafa verið lagt á sprengiefni sem kallast triacetone triperoxide eða TATP, samkvæmt frétt BBC. Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong fyrir hönd Kommúnistaflokk Kína, varaði nýverið við því að „ólögleg hugmyndafræði“ væri í dreifingu meðal ungmenna. Hvatti hún foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni í Hong Kong og tilkynna þau til lögreglunnar ef tilefni þykir. Á vikulegum blaðamannafundi sínum sagði Lam að íbúar Hong Kong hefðu í langan tíma orðið fyrir áhrifum rangra hugmynda. Bretar skiluðu Hong Kong til Kínverja árið 1997. Það var gert gegn loforði um að réttindi og frelsi íbúa í Hong Kong yrðu áfram tryggð með hugmyndinni um „eitt land – tvö kerfi“. Árið 2019 fóru fram umfangsmikil mótmæli í Hong Kong, sem voru að miklu leiti leidd af yngra fólki. Mótmælendur kröfðust aukins lýðræðis og réttinda en mótmælin voru brotin niður af mikilli hörku. Í kjölfar þess skrifuðu ráðamenn í Kína umdeild öryggislög um Hong Kong sem samþykkt voru í fyrra. Samkvæmt þeim lögum voru alls konar aðgerðir sem beinast gegn ríkinu bannaðar í Hong Kong. Stjórnarandstæðingar hafa verið reknir af þingi Hong Kong og aðgerðasinnar hafa verið handteknir og dæmdir í fangelsi. Þá hefur fjölmiðlum eins og Apple Daily verið lokað. Sjá einnig: Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Ráðamenn í Kína hafa sagt óvinveitt ríki hafa ýtt undir mótmæli og ofbeldi í Hong Kong og að það hafi ógnað þjóðaröryggi Kína. Hong Kong Kína Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Hald mun hafa verið lagt á sprengiefni sem kallast triacetone triperoxide eða TATP, samkvæmt frétt BBC. Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong fyrir hönd Kommúnistaflokk Kína, varaði nýverið við því að „ólögleg hugmyndafræði“ væri í dreifingu meðal ungmenna. Hvatti hún foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni í Hong Kong og tilkynna þau til lögreglunnar ef tilefni þykir. Á vikulegum blaðamannafundi sínum sagði Lam að íbúar Hong Kong hefðu í langan tíma orðið fyrir áhrifum rangra hugmynda. Bretar skiluðu Hong Kong til Kínverja árið 1997. Það var gert gegn loforði um að réttindi og frelsi íbúa í Hong Kong yrðu áfram tryggð með hugmyndinni um „eitt land – tvö kerfi“. Árið 2019 fóru fram umfangsmikil mótmæli í Hong Kong, sem voru að miklu leiti leidd af yngra fólki. Mótmælendur kröfðust aukins lýðræðis og réttinda en mótmælin voru brotin niður af mikilli hörku. Í kjölfar þess skrifuðu ráðamenn í Kína umdeild öryggislög um Hong Kong sem samþykkt voru í fyrra. Samkvæmt þeim lögum voru alls konar aðgerðir sem beinast gegn ríkinu bannaðar í Hong Kong. Stjórnarandstæðingar hafa verið reknir af þingi Hong Kong og aðgerðasinnar hafa verið handteknir og dæmdir í fangelsi. Þá hefur fjölmiðlum eins og Apple Daily verið lokað. Sjá einnig: Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Ráðamenn í Kína hafa sagt óvinveitt ríki hafa ýtt undir mótmæli og ofbeldi í Hong Kong og að það hafi ógnað þjóðaröryggi Kína.
Hong Kong Kína Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira