Veður

Hiti í kringum tuttugu stig fyrir austan út vikuna

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Egils­staðir eru aðal­p­leisið þessa dagana. Þar verður hiti um og yfir 20 stig út vikuna.
Egils­staðir eru aðal­p­leisið þessa dagana. Þar verður hiti um og yfir 20 stig út vikuna. vísir/vilhelm

Hlýtt loft verður á öllu landinu næstu daga. Það verður þó lang­hlýjast fyrir austan þar sem hiti verður í kring um 20 stig og gæti farið upp í allt að 25 stig í dag.

Veður­fræðingur á veður­stofu Ís­lands bendir á það í færslu á síðu stofunnar að sama­sem­merki megi setja á milli þess að hlýtt sé á austan­verðu landinu og mikill vindur sé á landinu úr vestur­átt. Land­áttin hlýnar nefni­lega mjög á leið sinni yfir landið og sér­stak­lega þegar það leitar niður á lág­lendi eftir för sína yfir há­lendið.

Því þurfa ferða­langar á­fram að fylgjast vel með spám og veður­at­hugunum því hús­bílar og hjól­hýsi eru við­kvæm fyrir vindi.

Á vestan­verðu landinu verður skýjað og má búast við ein­hverri vætu í dag. Þar verður hiti á bilinu 8 til 15 stig.

Veður­horfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag: 

Gengur í sunnan og suðvestan 8-15 m/s. Súld eða dálítil rigning V-lands, hiti 10 til 15 stig. Léttskýjað um landið A-vert og hiti að 25 stigum, hlýjast NA-til.

Á miðvikudag:

Suðvestan 8-13 og léttskýjað A-lands, en skýjað og súld með köflum V-til. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag: 

Suðlæg eða breytileg átt og skýjað á V-verðu landinu, en bjart veður eystra. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast A-til.

Á föstudag og laugardag:

Breytileg átt eða hafgola og bjart með köflum, en sums staðar þokuloft við ströndina. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×