Veður

Vikan hefst á norð­lægum áttum og svölu veðri

Atli Ísleifsson skrifar
Svalt verður í veðri norðan- og austanlands næstu daga, dálítil úrkoma af og til en mildara fyrir sunnan.
Svalt verður í veðri norðan- og austanlands næstu daga, dálítil úrkoma af og til en mildara fyrir sunnan. Vísir/Vilhelm

Vikan hefst á norðlægum áttum og svölu veðri þar sem reikna má með lítilsháttar slydduéljum eða skúrum norðanlands, en annars yfirleitt þurru veðri á Vesturlandi. Hiti verður frá þremur stigum í innsveitum norðaustanlands, og upp í ellefu stig suðvestantil.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að á morgun verði austan og norðaustan fimm til þrettán metrar á sekúndu en allt að átján metrar við suðausturströndina.

Skýjað veður með með og yflirleitt þurrt en rigning af og til sunnanlands.

Vikuhorfurnar eru svipaðar. Svalt í veðri norðan- og austanlands næstu daga, dálítilúrkoma af og til en mildara fyrir sunnan.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Austan og norðaustan 5-13, en 13-18 með suðausturströndinni síðdegis. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en rigning af og til um landið suðaustanvert. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.

Á miðvikudag: Norðan 5-13, hvassast með austurströndinni. Dálítil rigning austanlands, úrkomulítið um landið norðanvert, en þurrt sunnan heiða. Hiti frá 1 stigi í innsveitum fyrir norðan, upp í 12 stig syðst.

Á fimmtudag (lýðveldisdagurinn): Breytileg átt 3-8. Skýjað að mestu á landinu og dálitlir skúrir á víð og dreif. Hiti 3 til 9 stig, mildast sunnanlands.

Á föstudag: Sunnan- og suðaustanátt með dálítilli rigingu, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 12 stig.

Á laugardag: Austlæg átt og vætusamt, en þurrt norðaustantil á landinu. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag: Útlit fyrir austlæga átt og rigningu, einkum um austanvert landið. Hlýnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.