Erlent

Saka Suu Kyi um spillingu í embætti

Kjartan Kjartansson skrifar
Plaköt þar sem þess er krafist að Suu Kyi verði látin laus á mótmælum í Yangon í Búrma.
Plaköt þar sem þess er krafist að Suu Kyi verði látin laus á mótmælum í Yangon í Búrma. Vísir/EPA

Herforingjastjórnin í Búrma sakar Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli forseta um stórfellda spillingu í embætti. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek.

Herinn rændi völdum í Búrma og handtók Suu Kyi forseta 1. febrúar. Hún hefur síðan þá dúsað í stofufangelsi þaðan sem lítið hefur spurst til hennar. Nú hefur herinn ákært Suu Kyi fyrir spillingu en það er alvarlegasta brotið sem hann hefur sakað hana um til þessa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Á Suu Kyi að hafa þegið reiðufé og gull í mútur, alls 600.000 dollara, jafnvirði 72,4 milljóna íslenskra króna, og sjö gullstykki. Auk þess er hún ákærð fyrir önnur smærri brot, þar á meðal ólöglegan innflutning á labbrabbtækjum og að hvetja til óeirða.

Fleiri embættismenn í stjórn Suu Kyi sæta ákærum fyrir spillingu og mútuþægni.

Þegar herinn rændi völdum hélt hann því fram að svik hefðu verið framin í kosningum í fyrra. Alþjóðlegir eftirlitsmenn hafa þó sagt að kosningarnar hafi farið vel fram. Ákærurnar á hendur Suu Kyi eru taldar eiga sér pólitískar rætur.

Öryggissveitir herforingjastjórnarinnar hafa drepið fleiri en 800 manns og fangelsað hátt í fimm þúsund í tengslum við mótmæli sem hafa geisað gegn henni frá valdaráninu.


Tengdar fréttir

Herstjórnin sögð ætla að leysa upp stærsta flokk Mjanmar

Herstjórn Mjanmar hefur skipað sérstaka nefnd til að leysa upp stjórnmálaflokk Aung San Suu Kyi, sem bar sigur úr býtum í þingkosningum í fyrra. Herstjórnin tók völd þann 1. febrúar í kjölfar kosninganna og hefur haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi átt sér stað. Herstjórnin hefur þó ekki getað fært sönnur fyrir þeim ásökunum.

Hundrað dagar frá valdaráninu í Mjanmar

Hundrað dagar eru liðnir frá því her Mjanmar tók þar völd. Það var gert á grundvelli grunsamlegra ásakana um kosningasvindl og var Aung San Suu Kyi, leiðtoga ríkisins komið frá völdum. Síðan þá hefur mikil óreiða og hundruð almennra borgara liggja í valnum.

Meira en 40 börn hafa látist í á­tökunum í Mjanmar

Minnst 43 börn hafa verið drepin af mjanmarska hernum frá 1. febrúar síðastliðnum, þegar herinn rændi völdum í landinu. Frá valdaráninu hafa stuðningsmenn lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar landsins og herinn tekist á og hundruð dáið í átökunum.

Herinn sakar Suu Kyi um mútuþægni

Herforingjastjórn Búrma sakar Aung San Suu Kyi, sem hún steypti af stóli sem lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins, um að hafa þegið jafnvirði meira en 77 milljóna íslenskra króna og gull í mútur. Engar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir ásökununum fram að þessu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.