Erlent

Meira en 40 börn hafa látist í á­tökunum í Mjanmar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Minnst 43 börn hafa dáið í átökum mjanmarska hersins og mótmælenda undanfarna tvo mánuði.
Minnst 43 börn hafa dáið í átökum mjanmarska hersins og mótmælenda undanfarna tvo mánuði. Getty/ose Lopes Amaral

Minnst 43 börn hafa verið drepin af mjanmarska hernum frá 1. febrúar síðastliðnum, þegar herinn rændi völdum í landinu. Frá valdaráninu hafa stuðningsmenn lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar landsins og herinn tekist á og hundruð dáið í átökunum.

Mannréttindasamtökin Save the Children segja að martraðaástand ríki í Mjanmar en yngsta fórnarlamb hersins var aðeins sex ára gamalt. Mjanmörsk samtök sem fylgjast með stöðuna þar í landi segja að alls hafi 536 dáið í átökunum síðastliðna tvo mánuði.

Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi landsins sem hrakin var frá völdum, hefur verið í haldi hersins frá 1. febrúar og hefur hún verið ákærð fyrir ýmis lögbrot. Hún, og fjórir stuðningsmenn hennar, hefur meðal annars verið ákærð fyrir að hafa brotið trúnaðarlög. Gæti hún átt yfir höfði sér allt að fjórtán ára fangelsisvist fyrir brotin.

Þetta eru ekki einu ákærurnar sem gefnar hafa verið út á hendur Suu Kyi en hún hefur verið ákærð fyrir að hafa haft ólöglegar talstöðvar í sínum fórum, að hafa brotið sóttvarnalög og að hafa gefið út upplýsingar sem gætu valdið hræðslu.


Tengdar fréttir

For­dæma of­beldið í kjöl­far blóðugasta dags mót­mælanna

Morð stjórnvalda í Mjanmar á fjölda mótmælenda hafa vakið hörð viðbrögð annarra þjóða, en utanríkisráðherrar tólf þjóða hafa fordæmt athæfi herforingjastjórnarinnar í landinu, sem beitir mótmælendur hörðu ofbeldi í kjölfar valdaránsins sem framið var í landinu í upphafi febrúar.

Blóðugasti dagurinn eftir valda­ránið í Mjanmar

Tugir hafa verið drepnir í átökum öryggissveita og almennings í Mjanmar í dag. Dagurinn er talinn sá mannskæðasti frá því að herinn tók völd þann 1. febrúar síðastliðinn.

Skutu sjö ára barn til bana í Búrma

Lögreglumenn herforingjastjórnarinnar í Búrma (Mjanmar) eru sagðir hafa skotið sjö ára gamla stúlku til bana við húsleit á heimili hennar í borginni Mandalay. Stúlkan er talin yngsta fórnarlamb blóðugrar herferðar stjórnarinnar gegn öllu andófi í landinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.