Erlent

Herinn sakar Suu Kyi um mútuþægni

Kjartan Kjartansson skrifar
Mótmælandi heldur á mynd af Aung San Suu Kyi sem herinn steypti af stóli í byrjun febrúar. Herinn sakar Suu Kyi um stórfellda mútuþægni.
Mótmælandi heldur á mynd af Aung San Suu Kyi sem herinn steypti af stóli í byrjun febrúar. Herinn sakar Suu Kyi um stórfellda mútuþægni. Vísir/EPA

Herforingjastjórn Búrma sakar Aung San Suu Kyi, sem hún steypti af stóli sem lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins, um að hafa þegið jafnvirði meira en 77 milljóna íslenskra króna og gull í mútur. Engar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir ásökununum fram að þessu.

Zaw min Tun, fylkisforingi, sakaði einnig Win Myint forseta og nokkra ráðherra í ríkisstjórninn um spillingu í opinberu starfi. Spillingarásakanir hersins á hendur Suu Kyi eru þær alvarlegustu sem hann hefur sett fram frá því að hann steypti henni og ríkisstjórn landsins af stóli 1. febrúar.

Gullið sem Suu Kyi á að hafa þegið á laun er sagt metið á jafnvirði um 58 milljóna króna. Henni hefur verið haldið á óþekktum stað í um fimm vikur. Hún er sökuð um ýmsa glæpi, þar á meðal ólöglega eign á útvarpsbúnaði.

Mikil mótmæli hafa geisað í Búrma eftir valdaránið og hafa öryggissveitir drepið að minnsta kosti sextíu manns. Í það minnsta sjö hafa verið drepnir í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Herforingjarnir héldu því fram að kosningar þar sem flokkur Suu Kyi vann afgerandi sigur hafi verið sviksamlegar. Alþjóðlegir eftirlitsmenn hafa ekki stutt þær ásakanir.


Tengdar fréttir

Sjálfstæðir fjölmiðlar í Mjanmar sviptir útvarpsleyfinu

Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur bannað fimm fjölmiðlafyritækjum í landinu að starfa og er ástæðan sú að fjölmiðlarnir sögðu frá hinum víðtæku mótmælum sem staðið hafa yfir síðan herforingjarnir tóku völdin í Mjanmar á dögunum.

Blóðugasti dagur Mjanmar hingað til en mótmælin halda áfram

Mótmælendur í Mjanmar virðast ekki láta deigan síga þrátt fyrir að minnst 38 hafi verið skotnir til bana af öryggissveitum í gær. Fjölmargir hafa komið saman á götum borga landsins í morgun og hafa öryggissveitir aftur beitt valdi til að dreifa mótmælendum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.