Íslenski boltinn

FH ekki í vand­ræðum upp á Skaga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
FH vann öruggan 3-0 sigur í dag.
FH vann öruggan 3-0 sigur í dag. Vísir/HAG

FH vann góðan 3-0 sigur á ÍA á útivelli í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í kvöld.

Þóra Kristín Hreggviðsdóttir kom gestunum yfir undir lok fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 FH í vil er liðin gengu til búningsherbergja.

Brittney Lawrence tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik og Katrín Vilhjálmsdóttir gulltryggði 3-0 sigur gestanna á 78. mínútu leiksins.

Lokatölur 3-0 og FH komið upp í 3. sæti með 9 stig. ÍA er á sama tíma í 6. sæti með 6 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.