Eigandi Man City lofar því að kaupa „nýjan Sergio Aguero“ og fleiri góða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2021 09:31 Sergio Aguero fékk flugferð eftir síðasta deildarleikinn sinn með Manchester City. AP/Peter Powel Englandsmeistarar Manchester City ætla í sumar að eyða pening í nýjan leikmenn þar á meðal í einn sem er ætlað að fylla í skarðið sem framherjinn Sergio Aguero skilur eftir sig. Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformaður og eigandi Manchester City, lofar því að City styrki sig með alvöru leikmönnum í sumarglugganum. Sergio Aguero er markahæsti og sigursælasti leikmaður Manchester City í sögunni en hann rennur út á samningi í sumar og ákvað að færa sig suður til Barcelona. „Við erum að missa mikilvæga goðsögn í Sergio Aguero. Það verður erfitt að fylla í hans skarð en ég hef trú á því að við finnum rétta leikmanninn til að fara í hans skó,“ sagði Khaldoon Al Mubarak. Ready to splurge! @ManCity chairman Khaldoon Al Mubarak has promised to spend big during the summer transfer window to replace striker @aguerosergiokun and improve the quality of the squad! https://t.co/xajDkZ4Hdq— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) June 2, 2021 „Liðið þarf líka liðstyrk á öðrum stöðum. Ekki of marga. Þetta snýst ekki um fjöldann heldur gæðin,“ sagði Al Mubarak. „Eitt af því sem ég hef lært í gegnum árin er að þú þarf alltaf að vera koma með hæfileikaríka leikmenn inn í hópnum til að hrista aðeins upp í liðinu og ekki síst ef þú ert með liðið þitt á toppnum,“ sagði Al Mubarak. Manchester City var að vinna sinn þriðja Englandsmeistaratitil á fjórum árum í vor og endaði tólf stigum á undan næsta liði sem voru nágrannar þeirra í Manchester United. City tapaði aftur á móti fyrir Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og á enn eftir að vinna bikarinn með stóru eyrun. „Það að vinna deildina er ekki ástæða til að slaka á og vera sáttir. Það yrði okkar stærstu mistök. Nú er tíminn til að senda frá sér sterk skilaboð að það er engin hér sáttur við að vinna bara ensku deildina,“ sagði Al Mubarak. Sergio Ramos, miðvörður og fyrirliði Real Madrid, er einn af leikmönnunum sem eru sagðir mögulega á leiðinni til Manchester City. Enski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sjá meira
Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformaður og eigandi Manchester City, lofar því að City styrki sig með alvöru leikmönnum í sumarglugganum. Sergio Aguero er markahæsti og sigursælasti leikmaður Manchester City í sögunni en hann rennur út á samningi í sumar og ákvað að færa sig suður til Barcelona. „Við erum að missa mikilvæga goðsögn í Sergio Aguero. Það verður erfitt að fylla í hans skarð en ég hef trú á því að við finnum rétta leikmanninn til að fara í hans skó,“ sagði Khaldoon Al Mubarak. Ready to splurge! @ManCity chairman Khaldoon Al Mubarak has promised to spend big during the summer transfer window to replace striker @aguerosergiokun and improve the quality of the squad! https://t.co/xajDkZ4Hdq— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) June 2, 2021 „Liðið þarf líka liðstyrk á öðrum stöðum. Ekki of marga. Þetta snýst ekki um fjöldann heldur gæðin,“ sagði Al Mubarak. „Eitt af því sem ég hef lært í gegnum árin er að þú þarf alltaf að vera koma með hæfileikaríka leikmenn inn í hópnum til að hrista aðeins upp í liðinu og ekki síst ef þú ert með liðið þitt á toppnum,“ sagði Al Mubarak. Manchester City var að vinna sinn þriðja Englandsmeistaratitil á fjórum árum í vor og endaði tólf stigum á undan næsta liði sem voru nágrannar þeirra í Manchester United. City tapaði aftur á móti fyrir Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og á enn eftir að vinna bikarinn með stóru eyrun. „Það að vinna deildina er ekki ástæða til að slaka á og vera sáttir. Það yrði okkar stærstu mistök. Nú er tíminn til að senda frá sér sterk skilaboð að það er engin hér sáttur við að vinna bara ensku deildina,“ sagði Al Mubarak. Sergio Ramos, miðvörður og fyrirliði Real Madrid, er einn af leikmönnunum sem eru sagðir mögulega á leiðinni til Manchester City.
Enski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sjá meira