Íslenski boltinn

KR sótti þrjú stig í Hafnar­fjörð og Aftur­elding á toppnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aftureldingastúlkur fagna.
Aftureldingastúlkur fagna. mynd/facebook síða aftureldingar/Lárus wöhler

KR vann 2-0 sigur á FH er liðin mættust í Skessunni í Hafnarfirði í fjórðu umferð Lengjudeildar kvenna.

Leikurinn átti upphaflega að fara fram á Kaplakrikavelli en vegna veðurs var hann færður inn í Skessuna, á svæði FH-inga.

KR er nú með níu stig í öðru sætinu en FH er í fjórða sætinu með sex stig.

Afturelding er á toppnum með tíu stig eftir 3-1 sigur á Haukum í Mosfellsbæ. Haukar eru í sjöunda sætinu með þrjú stig.

Í Fífunni gerðu Augnablik og Grindavík 1-1 jafntefli. Augnablik er því með fjögur stig en Grindavík þrjú.

Víkingur og Grótta skildu einnig jöfn 1-1. Víkingur er með fimm stig en Grótta sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×