Erlent

Bólu­efni Pfizer og AstraZene­ca virka vel gegn ind­verska af­brigðinu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Bóluefni Pfizer og AstraZeneca virðast virka vel gegn indverska afbrigði kórónuveirunnar.
Bóluefni Pfizer og AstraZeneca virðast virka vel gegn indverska afbrigði kórónuveirunnar. Getty/Chaiwat Subprasom

Bóluefni Pfizer og AstraZeneca, gegn Covid-19, virka vel gegn indverska afbrigði veirunnar. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Miklar áhyggjur hafa verið uppi um það hvort bóluefni muni virka gegn afbrigðinu og vekja niðurstöðurnar von í brjósti margra.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar gefa bóluefnin tvö svipað mikla vörn gegn indverska afbrigði veirunnar og gegn breska afbrigðinu, það er eftir báða skammta.

Hins vegar gefa bóluefnin aðeins 33 prósenta vörn gegn afbrigðinu þremur vikum eftir fyrsta skammt bóluefnisins. Það er töluvert minna en bóluefnin gefa gegn breska afbrigðinu eftir fyrstu sprautu, sem er 50 prósenta vörn.

Lýðheilsustofnun Bretlands, sem framkvæmdi rannsóknina, sagði bóluefnin líkleg til þess að koma í veg fyrir alvarleg veikindi, spítalainnlagnir og dauða, frekar en smit.

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, sagði í yfirlýsingu að niðurstöðurnar sýndu svart á hvítu hversu mikilvægt það væri að báðir skammtar efnanna væru gefnir fólki.


Tengdar fréttir

Skelltu tveimur íbúðarblokkum í sóttkví

Heilbrigðisyfirvöld í litlum bæ í grennd við Düsseldorf í Þýskalandi gripu til sérstaklega róttækra aðgerða vegna kórónuveirusmita af völdum indverska afbrigðisins um helgina.

Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út

Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað.

Bólu­efni virki gegn ind­verska af­brigðinu

Fyrstu niðurstöður rannsókna benda til þess að bóluefni virki gegn indverska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, þar sem indverska afbrigði veirunnar hefur verið að sækja í sig veðrið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.