Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2021 09:37 Heilt yfir hafa rúmlega 25 milljónir manna smitast af Covid-19 á Indlandi og nærri því 280 þúsund hafa dáið, svo vitað sé. AP/Anupam Nath Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað. Heilt yfir hafa rúmlega 25 milljónir manna smitast af Covid-19 á Indlandi og nærri því 280 þúsund hafa dáið, svo vitað sé. Sérfræðinga grunar að tölurnar séu í raun mun hærri. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við sagði að undanförnum mánuði hefðu tilfelli rúmlega þrefaldast og dauðsföll sexfaldast. Skimun við Covid-19 hefði þó einungis aukist um sextíu prósent. Eftir að hafa vakið gífurlegan usla í borgum Indlands er veiran nú sögð herja á dreifðari byggðir, þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið mjög takmarkað. Meirihluti íbúa veikur Í þorpinu Basi, sem er skammt frá Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, búa til að mynda um 5.400 manns. Times of India segir að um þrír fjórðu íbúa þorpsins séu veikir og minnst þrjátíu hafi dáið á undanförnum þremur vikum. Þá er þar engin heilbrigðisþjónusta og íbúar segja fólk vera að deyja vegna þess það hafi ekki aðgang að súrefni til að gefa alvarlega veikum. Reynt sé að flytja þá á sjúkrahús en það geti tekið allt að fjóra tíma og margir hafi ekki náð þangað í tæka tíð. TOI segir sambærilegt ástand í þorpum víðsvegar um landið, þar sem Covid-19 hafi þurrkað út heilu fjölskyldurnar. Miðillinn ræddi við embættismenn og íbúa víða um landið og margir sögðu umfang faraldursins á Indlandi enn meira en opinberar tölur segi til um. Þá hafi byggst upp reiði í garð yfirvalda á Indlandi, bæði í garð ríkisstjórnar Narendra Modi og í garð héraðsyfirvalda. Níutíu saknað Rúmlega níutíu manna er saknað eftir að fellibylurinn Tauktae gekk á land á Indlandi í gær og prammi sökk undan ströndum borgarinnar Mumbaí. Floti Indlands segir 177 hafa verið bjargað en um 270 manns hafi verið um borð í prammanum. Í frétt BBC segir að minnst tólf hafi látið lífið vegna óveðursins á Indlandi. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tauktae gengur á land í miðjum kórónuveirufaraldri Íbúar í Gujarat héraði á Indlandi búa sig nú undir fellibylinn Tauktae en sérfræðingar telja að um sé að ræða mesta óveður sem gengið hefur yfir svæðið síðan 1998. 17. maí 2021 07:05 Bóluefni virki gegn indverska afbrigðinu Fyrstu niðurstöður rannsókna benda til þess að bóluefni virki gegn indverska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, þar sem indverska afbrigði veirunnar hefur verið að sækja í sig veðrið. 16. maí 2021 20:00 Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun. 16. maí 2021 10:21 Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. 16. maí 2021 08:38 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Heilt yfir hafa rúmlega 25 milljónir manna smitast af Covid-19 á Indlandi og nærri því 280 þúsund hafa dáið, svo vitað sé. Sérfræðinga grunar að tölurnar séu í raun mun hærri. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við sagði að undanförnum mánuði hefðu tilfelli rúmlega þrefaldast og dauðsföll sexfaldast. Skimun við Covid-19 hefði þó einungis aukist um sextíu prósent. Eftir að hafa vakið gífurlegan usla í borgum Indlands er veiran nú sögð herja á dreifðari byggðir, þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið mjög takmarkað. Meirihluti íbúa veikur Í þorpinu Basi, sem er skammt frá Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, búa til að mynda um 5.400 manns. Times of India segir að um þrír fjórðu íbúa þorpsins séu veikir og minnst þrjátíu hafi dáið á undanförnum þremur vikum. Þá er þar engin heilbrigðisþjónusta og íbúar segja fólk vera að deyja vegna þess það hafi ekki aðgang að súrefni til að gefa alvarlega veikum. Reynt sé að flytja þá á sjúkrahús en það geti tekið allt að fjóra tíma og margir hafi ekki náð þangað í tæka tíð. TOI segir sambærilegt ástand í þorpum víðsvegar um landið, þar sem Covid-19 hafi þurrkað út heilu fjölskyldurnar. Miðillinn ræddi við embættismenn og íbúa víða um landið og margir sögðu umfang faraldursins á Indlandi enn meira en opinberar tölur segi til um. Þá hafi byggst upp reiði í garð yfirvalda á Indlandi, bæði í garð ríkisstjórnar Narendra Modi og í garð héraðsyfirvalda. Níutíu saknað Rúmlega níutíu manna er saknað eftir að fellibylurinn Tauktae gekk á land á Indlandi í gær og prammi sökk undan ströndum borgarinnar Mumbaí. Floti Indlands segir 177 hafa verið bjargað en um 270 manns hafi verið um borð í prammanum. Í frétt BBC segir að minnst tólf hafi látið lífið vegna óveðursins á Indlandi.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tauktae gengur á land í miðjum kórónuveirufaraldri Íbúar í Gujarat héraði á Indlandi búa sig nú undir fellibylinn Tauktae en sérfræðingar telja að um sé að ræða mesta óveður sem gengið hefur yfir svæðið síðan 1998. 17. maí 2021 07:05 Bóluefni virki gegn indverska afbrigðinu Fyrstu niðurstöður rannsókna benda til þess að bóluefni virki gegn indverska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, þar sem indverska afbrigði veirunnar hefur verið að sækja í sig veðrið. 16. maí 2021 20:00 Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun. 16. maí 2021 10:21 Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. 16. maí 2021 08:38 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Tauktae gengur á land í miðjum kórónuveirufaraldri Íbúar í Gujarat héraði á Indlandi búa sig nú undir fellibylinn Tauktae en sérfræðingar telja að um sé að ræða mesta óveður sem gengið hefur yfir svæðið síðan 1998. 17. maí 2021 07:05
Bóluefni virki gegn indverska afbrigðinu Fyrstu niðurstöður rannsókna benda til þess að bóluefni virki gegn indverska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, þar sem indverska afbrigði veirunnar hefur verið að sækja í sig veðrið. 16. maí 2021 20:00
Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun. 16. maí 2021 10:21
Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. 16. maí 2021 08:38
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“