Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2021 09:37 Heilt yfir hafa rúmlega 25 milljónir manna smitast af Covid-19 á Indlandi og nærri því 280 þúsund hafa dáið, svo vitað sé. AP/Anupam Nath Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað. Heilt yfir hafa rúmlega 25 milljónir manna smitast af Covid-19 á Indlandi og nærri því 280 þúsund hafa dáið, svo vitað sé. Sérfræðinga grunar að tölurnar séu í raun mun hærri. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við sagði að undanförnum mánuði hefðu tilfelli rúmlega þrefaldast og dauðsföll sexfaldast. Skimun við Covid-19 hefði þó einungis aukist um sextíu prósent. Eftir að hafa vakið gífurlegan usla í borgum Indlands er veiran nú sögð herja á dreifðari byggðir, þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið mjög takmarkað. Meirihluti íbúa veikur Í þorpinu Basi, sem er skammt frá Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, búa til að mynda um 5.400 manns. Times of India segir að um þrír fjórðu íbúa þorpsins séu veikir og minnst þrjátíu hafi dáið á undanförnum þremur vikum. Þá er þar engin heilbrigðisþjónusta og íbúar segja fólk vera að deyja vegna þess það hafi ekki aðgang að súrefni til að gefa alvarlega veikum. Reynt sé að flytja þá á sjúkrahús en það geti tekið allt að fjóra tíma og margir hafi ekki náð þangað í tæka tíð. TOI segir sambærilegt ástand í þorpum víðsvegar um landið, þar sem Covid-19 hafi þurrkað út heilu fjölskyldurnar. Miðillinn ræddi við embættismenn og íbúa víða um landið og margir sögðu umfang faraldursins á Indlandi enn meira en opinberar tölur segi til um. Þá hafi byggst upp reiði í garð yfirvalda á Indlandi, bæði í garð ríkisstjórnar Narendra Modi og í garð héraðsyfirvalda. Níutíu saknað Rúmlega níutíu manna er saknað eftir að fellibylurinn Tauktae gekk á land á Indlandi í gær og prammi sökk undan ströndum borgarinnar Mumbaí. Floti Indlands segir 177 hafa verið bjargað en um 270 manns hafi verið um borð í prammanum. Í frétt BBC segir að minnst tólf hafi látið lífið vegna óveðursins á Indlandi. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tauktae gengur á land í miðjum kórónuveirufaraldri Íbúar í Gujarat héraði á Indlandi búa sig nú undir fellibylinn Tauktae en sérfræðingar telja að um sé að ræða mesta óveður sem gengið hefur yfir svæðið síðan 1998. 17. maí 2021 07:05 Bóluefni virki gegn indverska afbrigðinu Fyrstu niðurstöður rannsókna benda til þess að bóluefni virki gegn indverska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, þar sem indverska afbrigði veirunnar hefur verið að sækja í sig veðrið. 16. maí 2021 20:00 Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun. 16. maí 2021 10:21 Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. 16. maí 2021 08:38 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Heilt yfir hafa rúmlega 25 milljónir manna smitast af Covid-19 á Indlandi og nærri því 280 þúsund hafa dáið, svo vitað sé. Sérfræðinga grunar að tölurnar séu í raun mun hærri. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við sagði að undanförnum mánuði hefðu tilfelli rúmlega þrefaldast og dauðsföll sexfaldast. Skimun við Covid-19 hefði þó einungis aukist um sextíu prósent. Eftir að hafa vakið gífurlegan usla í borgum Indlands er veiran nú sögð herja á dreifðari byggðir, þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið mjög takmarkað. Meirihluti íbúa veikur Í þorpinu Basi, sem er skammt frá Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, búa til að mynda um 5.400 manns. Times of India segir að um þrír fjórðu íbúa þorpsins séu veikir og minnst þrjátíu hafi dáið á undanförnum þremur vikum. Þá er þar engin heilbrigðisþjónusta og íbúar segja fólk vera að deyja vegna þess það hafi ekki aðgang að súrefni til að gefa alvarlega veikum. Reynt sé að flytja þá á sjúkrahús en það geti tekið allt að fjóra tíma og margir hafi ekki náð þangað í tæka tíð. TOI segir sambærilegt ástand í þorpum víðsvegar um landið, þar sem Covid-19 hafi þurrkað út heilu fjölskyldurnar. Miðillinn ræddi við embættismenn og íbúa víða um landið og margir sögðu umfang faraldursins á Indlandi enn meira en opinberar tölur segi til um. Þá hafi byggst upp reiði í garð yfirvalda á Indlandi, bæði í garð ríkisstjórnar Narendra Modi og í garð héraðsyfirvalda. Níutíu saknað Rúmlega níutíu manna er saknað eftir að fellibylurinn Tauktae gekk á land á Indlandi í gær og prammi sökk undan ströndum borgarinnar Mumbaí. Floti Indlands segir 177 hafa verið bjargað en um 270 manns hafi verið um borð í prammanum. Í frétt BBC segir að minnst tólf hafi látið lífið vegna óveðursins á Indlandi.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tauktae gengur á land í miðjum kórónuveirufaraldri Íbúar í Gujarat héraði á Indlandi búa sig nú undir fellibylinn Tauktae en sérfræðingar telja að um sé að ræða mesta óveður sem gengið hefur yfir svæðið síðan 1998. 17. maí 2021 07:05 Bóluefni virki gegn indverska afbrigðinu Fyrstu niðurstöður rannsókna benda til þess að bóluefni virki gegn indverska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, þar sem indverska afbrigði veirunnar hefur verið að sækja í sig veðrið. 16. maí 2021 20:00 Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun. 16. maí 2021 10:21 Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. 16. maí 2021 08:38 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Tauktae gengur á land í miðjum kórónuveirufaraldri Íbúar í Gujarat héraði á Indlandi búa sig nú undir fellibylinn Tauktae en sérfræðingar telja að um sé að ræða mesta óveður sem gengið hefur yfir svæðið síðan 1998. 17. maí 2021 07:05
Bóluefni virki gegn indverska afbrigðinu Fyrstu niðurstöður rannsókna benda til þess að bóluefni virki gegn indverska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, þar sem indverska afbrigði veirunnar hefur verið að sækja í sig veðrið. 16. maí 2021 20:00
Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun. 16. maí 2021 10:21
Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. 16. maí 2021 08:38