Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2021 09:37 Heilt yfir hafa rúmlega 25 milljónir manna smitast af Covid-19 á Indlandi og nærri því 280 þúsund hafa dáið, svo vitað sé. AP/Anupam Nath Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað. Heilt yfir hafa rúmlega 25 milljónir manna smitast af Covid-19 á Indlandi og nærri því 280 þúsund hafa dáið, svo vitað sé. Sérfræðinga grunar að tölurnar séu í raun mun hærri. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við sagði að undanförnum mánuði hefðu tilfelli rúmlega þrefaldast og dauðsföll sexfaldast. Skimun við Covid-19 hefði þó einungis aukist um sextíu prósent. Eftir að hafa vakið gífurlegan usla í borgum Indlands er veiran nú sögð herja á dreifðari byggðir, þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið mjög takmarkað. Meirihluti íbúa veikur Í þorpinu Basi, sem er skammt frá Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, búa til að mynda um 5.400 manns. Times of India segir að um þrír fjórðu íbúa þorpsins séu veikir og minnst þrjátíu hafi dáið á undanförnum þremur vikum. Þá er þar engin heilbrigðisþjónusta og íbúar segja fólk vera að deyja vegna þess það hafi ekki aðgang að súrefni til að gefa alvarlega veikum. Reynt sé að flytja þá á sjúkrahús en það geti tekið allt að fjóra tíma og margir hafi ekki náð þangað í tæka tíð. TOI segir sambærilegt ástand í þorpum víðsvegar um landið, þar sem Covid-19 hafi þurrkað út heilu fjölskyldurnar. Miðillinn ræddi við embættismenn og íbúa víða um landið og margir sögðu umfang faraldursins á Indlandi enn meira en opinberar tölur segi til um. Þá hafi byggst upp reiði í garð yfirvalda á Indlandi, bæði í garð ríkisstjórnar Narendra Modi og í garð héraðsyfirvalda. Níutíu saknað Rúmlega níutíu manna er saknað eftir að fellibylurinn Tauktae gekk á land á Indlandi í gær og prammi sökk undan ströndum borgarinnar Mumbaí. Floti Indlands segir 177 hafa verið bjargað en um 270 manns hafi verið um borð í prammanum. Í frétt BBC segir að minnst tólf hafi látið lífið vegna óveðursins á Indlandi. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tauktae gengur á land í miðjum kórónuveirufaraldri Íbúar í Gujarat héraði á Indlandi búa sig nú undir fellibylinn Tauktae en sérfræðingar telja að um sé að ræða mesta óveður sem gengið hefur yfir svæðið síðan 1998. 17. maí 2021 07:05 Bóluefni virki gegn indverska afbrigðinu Fyrstu niðurstöður rannsókna benda til þess að bóluefni virki gegn indverska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, þar sem indverska afbrigði veirunnar hefur verið að sækja í sig veðrið. 16. maí 2021 20:00 Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun. 16. maí 2021 10:21 Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. 16. maí 2021 08:38 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Heilt yfir hafa rúmlega 25 milljónir manna smitast af Covid-19 á Indlandi og nærri því 280 þúsund hafa dáið, svo vitað sé. Sérfræðinga grunar að tölurnar séu í raun mun hærri. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við sagði að undanförnum mánuði hefðu tilfelli rúmlega þrefaldast og dauðsföll sexfaldast. Skimun við Covid-19 hefði þó einungis aukist um sextíu prósent. Eftir að hafa vakið gífurlegan usla í borgum Indlands er veiran nú sögð herja á dreifðari byggðir, þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið mjög takmarkað. Meirihluti íbúa veikur Í þorpinu Basi, sem er skammt frá Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, búa til að mynda um 5.400 manns. Times of India segir að um þrír fjórðu íbúa þorpsins séu veikir og minnst þrjátíu hafi dáið á undanförnum þremur vikum. Þá er þar engin heilbrigðisþjónusta og íbúar segja fólk vera að deyja vegna þess það hafi ekki aðgang að súrefni til að gefa alvarlega veikum. Reynt sé að flytja þá á sjúkrahús en það geti tekið allt að fjóra tíma og margir hafi ekki náð þangað í tæka tíð. TOI segir sambærilegt ástand í þorpum víðsvegar um landið, þar sem Covid-19 hafi þurrkað út heilu fjölskyldurnar. Miðillinn ræddi við embættismenn og íbúa víða um landið og margir sögðu umfang faraldursins á Indlandi enn meira en opinberar tölur segi til um. Þá hafi byggst upp reiði í garð yfirvalda á Indlandi, bæði í garð ríkisstjórnar Narendra Modi og í garð héraðsyfirvalda. Níutíu saknað Rúmlega níutíu manna er saknað eftir að fellibylurinn Tauktae gekk á land á Indlandi í gær og prammi sökk undan ströndum borgarinnar Mumbaí. Floti Indlands segir 177 hafa verið bjargað en um 270 manns hafi verið um borð í prammanum. Í frétt BBC segir að minnst tólf hafi látið lífið vegna óveðursins á Indlandi.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tauktae gengur á land í miðjum kórónuveirufaraldri Íbúar í Gujarat héraði á Indlandi búa sig nú undir fellibylinn Tauktae en sérfræðingar telja að um sé að ræða mesta óveður sem gengið hefur yfir svæðið síðan 1998. 17. maí 2021 07:05 Bóluefni virki gegn indverska afbrigðinu Fyrstu niðurstöður rannsókna benda til þess að bóluefni virki gegn indverska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, þar sem indverska afbrigði veirunnar hefur verið að sækja í sig veðrið. 16. maí 2021 20:00 Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun. 16. maí 2021 10:21 Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. 16. maí 2021 08:38 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Tauktae gengur á land í miðjum kórónuveirufaraldri Íbúar í Gujarat héraði á Indlandi búa sig nú undir fellibylinn Tauktae en sérfræðingar telja að um sé að ræða mesta óveður sem gengið hefur yfir svæðið síðan 1998. 17. maí 2021 07:05
Bóluefni virki gegn indverska afbrigðinu Fyrstu niðurstöður rannsókna benda til þess að bóluefni virki gegn indverska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, þar sem indverska afbrigði veirunnar hefur verið að sækja í sig veðrið. 16. maí 2021 20:00
Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun. 16. maí 2021 10:21
Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. 16. maí 2021 08:38