Óttast að Rússar undirbúi innlimun Austur-Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2021 16:20 Volodýmýr Zelenskíj, forseti Úkraínu, ræddi við fjölmiðla við Antonov An-222 Mriya flugvél, stærstu flugvél heims, í dag. AP/Efrem Lukatskí Forseti Úkraínu hefur áhyggjur af því að útgáfa rússneskra stjórnvalda á vegabréfum fyrir íbúa austanverðrar Úkraínu sé fyrsta skrefið í að Rússland innlimi svæðið líkt og það gerði með Krímskaga. Hann átelur vestræn ríki fyrir að hafa sýnt Rússum of mikla linkind að undanförnu. Vaxandi spenna hefur verið á milli úkraínskra og rússneskra stjórnvalda vegna átakanna í austanverðri Úkraínu upp á síðkastið. Rússar fluttu mikið herlið að landamærunum og gáfu út hótanir um að þeir ætluðu sér að velja rússneskumælandi íbúa svæðisins. Blóðug átök á milli úkraínska stjórnarhersins og uppreisnarmanna sem eru hliðhollir Rússlandi hafa geisað í Austur-Úkraínu frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Nú hafa rússnesk stjórnvöld tekið upp á því að gefa út vegabréf til aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Úkraínumenn og vestrænir bandamenn þeirra saka Rússa um að styðja uppreisnarmennina með vopnum og herliði en því hafa stjórnvöld í Kreml ætíð neitað. „Þetta er ótvírætt fyrsta skrefið vegna þess að það sama gerðist á Krímskaga, íbúa Krímskaga fengu rússnesk vegabréf. Þetta er stórt vandamál,“ sagði Volodýmýr Zelenskíj, forseti Úkraínu, á blaðamannafundi í dag, að því er kemur fram í frétt Reuters. Undirbúningur er nú í gangi fyrir fund Zelenskíj og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Ekki hefur verið ákveðið hvar eða hvenær hann verður haldinn. Segir það mistök að stöðva ekki gasleiðsluna Zelenskíj lýsti einnig áhyggjum af því að frönsk og þýsk stjórnvöld hefðu mildað afstöðu sína til Rússlands um of. „Ég finn stuðning þeirra en ég tel að hann gæti verið meiri. Þau vita af hug mínum, ég hef verið mjög hreinskilin við þau. Ég tel að þau hafi mildað afstöðu sína aðeins undanfarið,“ sagði forsetinn. Þá sagðist Zelenskíj óttast að Bandaríkjastjórn gæti samið við Rússa á bak við sig. Vísaði hann ákvörðunar ríkisstjórnar Joes Biden um að leggja ekki refsiaðgerðir á þýskt fyrirtæki sem vinnur að Nord Stream 2-gasleiðslunni frá Rússlandi til Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld óttast að missa spón úr aski sínum vegna þess að leiðslan liggur ekki í gegnum landið. Þannig missi það ekki aðeins tekjur heldur einnig mikilvægi og áhrif. „Það væri ósigur fyrir Bandaríkin og ég tel að það væri persónulegur ósigur fyrir Biden forseta. Það yrði meiriháttar sigur fyrir rússneska sambandsríkið og það hliðraði valdahlutföllum,“ sagði Zelenskíj. Jafnvel þó að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði fullvissað Zelenskíj um að hann yrði hafður með í ráðum um allar ákvarðanir varðandi Úkraínu í opinberri heimsókn fyrr í þessum mánuði sagði úkraínski forsetinn að sér væri ekki rótt. Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08 Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Vaxandi spenna hefur verið á milli úkraínskra og rússneskra stjórnvalda vegna átakanna í austanverðri Úkraínu upp á síðkastið. Rússar fluttu mikið herlið að landamærunum og gáfu út hótanir um að þeir ætluðu sér að velja rússneskumælandi íbúa svæðisins. Blóðug átök á milli úkraínska stjórnarhersins og uppreisnarmanna sem eru hliðhollir Rússlandi hafa geisað í Austur-Úkraínu frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Nú hafa rússnesk stjórnvöld tekið upp á því að gefa út vegabréf til aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Úkraínumenn og vestrænir bandamenn þeirra saka Rússa um að styðja uppreisnarmennina með vopnum og herliði en því hafa stjórnvöld í Kreml ætíð neitað. „Þetta er ótvírætt fyrsta skrefið vegna þess að það sama gerðist á Krímskaga, íbúa Krímskaga fengu rússnesk vegabréf. Þetta er stórt vandamál,“ sagði Volodýmýr Zelenskíj, forseti Úkraínu, á blaðamannafundi í dag, að því er kemur fram í frétt Reuters. Undirbúningur er nú í gangi fyrir fund Zelenskíj og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Ekki hefur verið ákveðið hvar eða hvenær hann verður haldinn. Segir það mistök að stöðva ekki gasleiðsluna Zelenskíj lýsti einnig áhyggjum af því að frönsk og þýsk stjórnvöld hefðu mildað afstöðu sína til Rússlands um of. „Ég finn stuðning þeirra en ég tel að hann gæti verið meiri. Þau vita af hug mínum, ég hef verið mjög hreinskilin við þau. Ég tel að þau hafi mildað afstöðu sína aðeins undanfarið,“ sagði forsetinn. Þá sagðist Zelenskíj óttast að Bandaríkjastjórn gæti samið við Rússa á bak við sig. Vísaði hann ákvörðunar ríkisstjórnar Joes Biden um að leggja ekki refsiaðgerðir á þýskt fyrirtæki sem vinnur að Nord Stream 2-gasleiðslunni frá Rússlandi til Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld óttast að missa spón úr aski sínum vegna þess að leiðslan liggur ekki í gegnum landið. Þannig missi það ekki aðeins tekjur heldur einnig mikilvægi og áhrif. „Það væri ósigur fyrir Bandaríkin og ég tel að það væri persónulegur ósigur fyrir Biden forseta. Það yrði meiriháttar sigur fyrir rússneska sambandsríkið og það hliðraði valdahlutföllum,“ sagði Zelenskíj. Jafnvel þó að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði fullvissað Zelenskíj um að hann yrði hafður með í ráðum um allar ákvarðanir varðandi Úkraínu í opinberri heimsókn fyrr í þessum mánuði sagði úkraínski forsetinn að sér væri ekki rótt.
Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08 Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08
Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31