Erlent

Biden býður Úkraínu „ó­haggan­legan stuðning“ gegn Rúss­landi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti í dag yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í samtali við Volodymyr Zelenskiy Úkraínuforseta.
Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti í dag yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í samtali við Volodymyr Zelenskiy Úkraínuforseta. Vísir/Getty

Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa.

Spennan milli Rússa og Úkraínumanna hefur aukist gríðarlega undanfarna daga. Rússar hafa aukið við hernaðarviðveru sína á landamærunum að Úkraínu og í dag vöruðu Rússar NATO við því að senda hersveitir til Úkraínu til hjálpar heimamönnum.

Yfirvöld í Washington hafa verið valdamestu bandamenn Úkraínu síðan Rússar hertóku Krímskagann árið 2014. NATO hefur lýst yfir áhyggjum vegna hernaðarbrölts Rússa við landamærin að Donbass héraðinu, þar sem úkraínski herinn hefur tekist á við aðskilnaðarsinna sem njóta stuðnings Rússa.

Að sögn starfsmannastjóra Zelenskiys varði símtalið í um fimmtíu mínútur.

„Við ræddum stöðuna í Donbass ítarlega. Biden forseti sannfærði mig um að Úkraína muni aldrei standa ein gegn Rússlandi,“ sagði Zelenskiy í myndbandsávarpi sem hann flutti síðdegis í dag.


Tengdar fréttir

Banda­rískar her­sveitir í Evrópu í við­bragðs­stöðu vegna Rússa

Rússar hafa varað NATO við því að senda hersveitir til hjálpar Úkraínu en fregnir hafa nú borist af því að hersveitir Rússa safnist nú saman við landamærin að Úkraínu. Talsmaður Kreml sagði í dag að Rússland myndi grípa til frekari ráðstafana sendi NATO hersveitir til þess að mæta Rússum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×