Íslenski boltinn

Sem gamall framherji veit ég að stundum vill boltinn ekki inn

Andri Már Eggertsson skrifar
Þetta var besti leikur Vals á tímabilinu að mati Péturs.
Þetta var besti leikur Vals á tímabilinu að mati Péturs. Vísir/Haraldur

Valur komst sér aftur á sigurbraut með eins marks sigri á Fylki. Mist Edvardsdóttir gerði sigurmark Vals og var Pétur Pétursson, þjálfari Vals, ánægður með það.

„Ég var mjög ánægður með þennan leik, við spiluðum öðruvísi en við höfum verið að gera sem mér fannst virka mjög vel og tel ég þetta besta leikinn okkar á tímabilinu," sagði Pétur kátur í leiks lok.

Valur fékk endalaust af góðum færum en svo virtist sem boltinn bara hreinlega neitaði að fara í markið á tímabili.

„Stundum er þetta bara svona. Sem gamall framherji í boltanum veit ég það að stundum skorar maður alltaf og stundum ekki neitt, liðið sýndi bara heilt yfir frábæran leik." 

Pétur Pétursson var mjög ánægður með varnarleik Vals, þær gáfu fá færi á sig og spiluðu skipulagðan leik frá upphafi til enda. 

„Við þurftum að breyta skipulaginu hjá okkur miðað við fyrstu tvo leikina sem gekk að mínu mati fullkomlega upp." 

Mist Edvardsdóttir fór útaf meidd í fyrri hálfleik og vissi Pétur ekki hver staðan væri á henni. Pétur bætti þó við að honum fannast gaman að sjá Lillý Rut Hlynsdóttur koma inn á sem var að spila sinn fyrsta leik síðan í nóvember.

„Markið sem Mist skoraði var gott, þetta mark lá í loftinu, við hefðum getað verið búinn að skora fleiri mörk en 1-0 dugar mér," sagði Pétur að lokum.


Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.