Erlent

Bólusetningar sagðar bera gríðarlegan árangur

Snorri Másson skrifar
Á Íslandi hafa 147 þúsund fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni, s.s. um 40% íbúafjölda.
Á Íslandi hafa 147 þúsund fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni, s.s. um 40% íbúafjölda. Vísir/Vilhelm

Ítölsk rannsókn leiðir í ljós gífurlega virkni bóluefna við Covid-19, jafnvel eftir aðeins fyrsta skammt.

Sýkingum fækkaði um 80% aðeins fimm vikum eftir að þátttakendur fengu fyrstu sprautu af Pfizer, Moderna og AstraZeneca þar í landi.

Dauðsföllum fækkaði um 95% og sjúkrahúsinnlögnum um 90%, sem allt er talið til marks um raunveruleg áhrif bóluefnaherferðar stjórnvalda.

Um er að ræða rannsókn á vegum ítalskra heilbrigðisyfirvalda og er þetta því fyrsta opinbera rannsóknin frá ríki innan Evrópusambandsins um þetta efni. Reuters greinir frá niðurstöðunum.

95% þeirra 14 milljóna sem tóku þátt í rannsókninni höfðu einnig fengið seinni skammtinn þegar rannsóknin var framkvæmd, enda er seinni Pfizer-skammturinn gefinn eftir þrjár vikur og Moderna eftir fjórar.

Enginn af AstraZeneca-þátttakendunum hafði þó fengið seinni skammt, enda sá gefinn 12 vikum eftir fyrri sprautu.


Tengdar fréttir

Undir­róður gegn bólu­setningum lætur enn á sér kræla

Kórónuveirufaraldurinn og kapphlaupið við að bólusetja heimsbyggðina hefur hleypt auknu lífi í hreyfingu andstæðinga bólusetninga í heiminum. Grunnstoðir hreyfingarinnar hvíla enn að miklu leyti á löngu hröktum fullyrðingum bresks læknis sem var sviptur lækningaleyfi fyrir blekkingar sínar.

Ísland aftur orðið grænt

Ísland er á ný skilgreint sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfærst var í gær. Auk Íslands er stór hluti Noregs og Finnlands grænn á lit.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.