Segja trúverðugleika markmannsþjálfara Arsenal hafa dvínað vegna frammistöðu Leno og kaupanna á Rúnari Alex Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2021 07:01 Iñaki Caña ásamt Bernd Leno, Matt Macey og Rúnari Alex Rúnarssyni. Stuart MacFarlane/Getty Images The Athletic fjallaði um vandræði enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal á dögunum. Þau eru fjölmörg og mun taka sinn tíma að koma liðinu á réttan kjöl á ný. Rúnar Alex Rúnarsson er nefndur í greininni þar sem markmannsþjálfari liðsins fær heldur betur á baukinn fyrir frammistöðu Bernd Leno á tímabilinu sem og að hafa sannfært Mikel Arteta, þjálfara liðsins, um að festa kaup á íslenska landsliðsmarkverðinum. Farið er gaumgæfilega yfir hvað hefur farið úrskeiðis hjá enska félaginu, hverjar ástæðurnar gætu verið og hvað þarf að laga. Síðan Arteta tók við hefur hann fengið að ráða þá þjálfara sem hann vill og stjórnar hann í raun eins miklu og mögulegt er. Talið er að mögulega séu Arteta og Edu, tæknilegur ráðgjafi félagsins, ekki nægilega reynslumiklir fyrir félag af þessari stærðargráðu. Þá er nefnt hvernig félagið er að reyna spara á ákveðnum sviðum til að eyða enn meira á öðrum. Til að mynda með því að segja 55 starfsmönnum upp síðasta sumar vegna kórónufaraldursins en festa svo kaup á Thomas Partey fyrir 50 milljónir evra. Heimildir Athletic telja að David Luiz, Willian, Bernd Leno, Granit Xhaka og Hector Bellerin vilji allir yfirgefa félagið í sumar. Þá hafa sumar ákvarðanir Arteta orsakað undrun þeirra sem koma að liðinu, til dæmis þegar hann ákvað að spila Emile Smith Rowe sem falskri níu í fyrri leiknum gegn Villareal. Frammistaða þýska markvarðarins er svo ein af ástæðum þess að orðspor og trúverðugleiki hins 45 ára gamla Iñaki Caña, markmannsþjálfara félagsins, fer minnkandi dag frá degi. Arteta gaf Caña fullt traust eftir að sótt landa sinn til Brentford. Var reynslumiklum þjálfurum á borð við Sal Bibbo og Andy Woodman sagt upp svo Caña gæti mótað þjálfun markvarða Arsenal algjörlega eftir sínu höfði. Bernd Leno hefur ekki átt sjö dagana sæla á þessari leiktíð.EPA-EFE/ANDY RAIN Þar kemur Rúnar Alex Rúnarsson til sögunnar en hann og Caña unnu saman hjá Nordsjælland í Danmörku á sínum tíma. Caña sannfærði Arteta um að festa kaup á Rúnari Alex eftir að Emi Martinez var seldur til Aston Villa. Í greininni er sagt að Rúnar Alex hafi lítið fengið að spila og lítið sýnt þegar hann spilar. Mögulegt sé að Arteta sé hættur að treysta landa sínum í sömu blindi og í upphafi sambands þeirra. Sometimes Arsenal seem miles away but in football things can move quickly when you get decisions right. Here is a look at the main issues and what might help them to act smarter ahead of the summer. With @gunnerblog and @David_Ornstein https://t.co/4mYGmIcoo4— Amy Lawrence (@amylawrence71) May 12, 2021 Að lokum er tekið fram að vandamál Arsenal séu margslungin og það verði hægara sagt en gert að laga þau. Til þess mun félagið þurfa að eyða töluvert af fjármagni. Það er ef það vill blanda sér í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar aftur á næstunni. Arsenal er sem stendur í 8. sæti ensku úrvalsdeildinni að loknum 36 leikjum með 55 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson er nefndur í greininni þar sem markmannsþjálfari liðsins fær heldur betur á baukinn fyrir frammistöðu Bernd Leno á tímabilinu sem og að hafa sannfært Mikel Arteta, þjálfara liðsins, um að festa kaup á íslenska landsliðsmarkverðinum. Farið er gaumgæfilega yfir hvað hefur farið úrskeiðis hjá enska félaginu, hverjar ástæðurnar gætu verið og hvað þarf að laga. Síðan Arteta tók við hefur hann fengið að ráða þá þjálfara sem hann vill og stjórnar hann í raun eins miklu og mögulegt er. Talið er að mögulega séu Arteta og Edu, tæknilegur ráðgjafi félagsins, ekki nægilega reynslumiklir fyrir félag af þessari stærðargráðu. Þá er nefnt hvernig félagið er að reyna spara á ákveðnum sviðum til að eyða enn meira á öðrum. Til að mynda með því að segja 55 starfsmönnum upp síðasta sumar vegna kórónufaraldursins en festa svo kaup á Thomas Partey fyrir 50 milljónir evra. Heimildir Athletic telja að David Luiz, Willian, Bernd Leno, Granit Xhaka og Hector Bellerin vilji allir yfirgefa félagið í sumar. Þá hafa sumar ákvarðanir Arteta orsakað undrun þeirra sem koma að liðinu, til dæmis þegar hann ákvað að spila Emile Smith Rowe sem falskri níu í fyrri leiknum gegn Villareal. Frammistaða þýska markvarðarins er svo ein af ástæðum þess að orðspor og trúverðugleiki hins 45 ára gamla Iñaki Caña, markmannsþjálfara félagsins, fer minnkandi dag frá degi. Arteta gaf Caña fullt traust eftir að sótt landa sinn til Brentford. Var reynslumiklum þjálfurum á borð við Sal Bibbo og Andy Woodman sagt upp svo Caña gæti mótað þjálfun markvarða Arsenal algjörlega eftir sínu höfði. Bernd Leno hefur ekki átt sjö dagana sæla á þessari leiktíð.EPA-EFE/ANDY RAIN Þar kemur Rúnar Alex Rúnarsson til sögunnar en hann og Caña unnu saman hjá Nordsjælland í Danmörku á sínum tíma. Caña sannfærði Arteta um að festa kaup á Rúnari Alex eftir að Emi Martinez var seldur til Aston Villa. Í greininni er sagt að Rúnar Alex hafi lítið fengið að spila og lítið sýnt þegar hann spilar. Mögulegt sé að Arteta sé hættur að treysta landa sínum í sömu blindi og í upphafi sambands þeirra. Sometimes Arsenal seem miles away but in football things can move quickly when you get decisions right. Here is a look at the main issues and what might help them to act smarter ahead of the summer. With @gunnerblog and @David_Ornstein https://t.co/4mYGmIcoo4— Amy Lawrence (@amylawrence71) May 12, 2021 Að lokum er tekið fram að vandamál Arsenal séu margslungin og það verði hægara sagt en gert að laga þau. Til þess mun félagið þurfa að eyða töluvert af fjármagni. Það er ef það vill blanda sér í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar aftur á næstunni. Arsenal er sem stendur í 8. sæti ensku úrvalsdeildinni að loknum 36 leikjum með 55 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sjá meira