Enski boltinn

Arsenal rak manninn sem fann Fabregas, Martinelli og Bellerin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Maðurinn sem fann Hector Bellerin hefur nú verið rekinn.
Maðurinn sem fann Hector Bellerin hefur nú verið rekinn. Vísir/Getty

Tilkynnt var í gær að Arsenal væri að fara segja 55 starfsmönnum upp en talið er að félagið geri þetta í hagræðingarskyni eftir kórónuveirufaraldurinn.

Nokkrir háttsettir innan félagsins eru sagðir þurfa að taka poka sinn og einn þeirra er Francis Cagiago, sem hefur verið yfirnjósnari félagsins fyrir utan Englands.

Hann hefur verið meira en áratug í starfi hjá félaginu og hefur m.a. fundið leikmenn eins og Cesc Fabregas, Gabriel Martinelli og Hector Bellerin.

Það er ekki bara Cagiago sem fær stígvélið úr njósnaradeildinni heldur er líklegt að þeir Peter Clark, yfirnjósnarinn á Englandi, og Brian McDermott munu einnig yfirgefa félagið.

Leikmenn félagsins eru sagðir ósáttir með þessa ákvörðun. Þeir voru beðnir að taka á sig 12,5% launalækkun í faraldrinum með því skilyrði að engum starfsmanni félagsins yrði sagt upp störfum.

David Ornstein, blaðamaður The Athletic, fjallaði um málið og segir hann að leikmennirnir séu líklegir til að fara með málið lengra innan félagsins, ásamt stjóranum Mikel Areta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.