Erlent

Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ísraelsmenn hafa gert fjölda loftárása á Gasasvæðinu.
Ísraelsmenn hafa gert fjölda loftárása á Gasasvæðinu. AP/Hatem Moussa

Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn.

Tveir Ísraelar eru sagðir látnir í eldflaugaárásum Hamas-samtakanna en þær fylgja í kjölfar átaka lögreglu og Palestínumanna á Musterishæðinni í Jerúsalem þar sem hundruð Palestínumanna særðust. Mikil spenna er í borginni og átökin þau mestu í áraraðir.

Ísraelski herinn hefur svarað eldflaugaskotum Hamas af mikilli hörku og Benjamín Netanjahú forsætisráðherra segir herinn ætla að setja aukinn þunga í árásirnar.

Ísraelar segjast hafa gert árásir á 150 skotmörk á Gasasvæðinu. Heilbrigðisráðuneyti Palestínumanna segir 28 hafa látist í árásunum, þar af níu börn.


Tengdar fréttir

Áttatíu herþotur yfir Gasa

Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael.

Níu börn meðal hinna látnu á Gasa

Her Ísraels hefur haldið loftárásum sínum á Gasa áfram í morgun en eldflaugum hefur sömuleiðis áfram verið skotið þaðan. Embættismenn á Gasa segja minnst 24 Palestínumenn, þar af níu börn, hafa látist í árásum Ísraels og rúmlega hundrað hafa særst.

Fjölda eldflauga skotið að Ísrael

Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.