Níu börn meðal hinna látnu á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2021 09:23 Ísraelsmenn segjast hafa gert 130 árásir á Gasa. AP/Hatem Moussa Her Ísraels hefur haldið loftárásum sínum á Gasa áfram í morgun en eldflaugum hefur sömuleiðis áfram verið skotið þaðan. Embættismenn á Gasa segja minnst 24 Palestínumenn, þar af níu börn, hafa látist í árásum Ísraels og rúmlega hundrað hafa særst. Ísraelsher segir fimmtán hinna látnu á Gasa vera meðlimi Hamas og Islamic Jihad. Tveir leiðtogar Islamic Jihad féllu í loftárás á morgun. Sex Ísraelar eru sagðir hafa særst þegar eldflaug lenti á fjölbýlishúsi í Ashkelon. Ríki heimsins hafa kallað eftir ró og að árásum á báða bóga verði hætt. Óljóst er hvort af því verður en talsmaður hers Ísraels gaf í skyn í samtali við blaðamenn í morgun að ekki stæði til að hætta árásum gegn Hamas. Ísraelski herinn segir að rúmlega 300 eldflaugum hafi verið skotið frá Gasa frá því í gær. Stór hluti þeirra var skotinn niður og her Ísraels segir þriðjung þeirra hafa fallið til jarðar á Gasa, samkvæmt frétt Reuters. Herinn segist hafa gert árásir á 130 skotmörk á Gasa. Átökin í gær hófust þegar Hamas byrjaði að skjóta tugum eldflauga að Ísrael og þar að auki að Jerúsalem, en það hafði ekki gerst síðan í stríðinu 2014. Eldflaugunum var skotið eftir áhlaup ísraelskra lögregluþjóna gegn hópi Palestínumanna í al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í gærmorgun. Al-Aqsa moskan er stödd á Musterishæð, sem er einnig heilög gyðingum. Nokkra daga í röð hafði áhlaup verið gert gegn moskunni, sem er einn helgasti staður múslima. Gúmmíkúlum var skotið að Palestínumönnum, auk þess sem hvellsprengjum og táragasi var beitt. Sjá einnig: Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Hamas hafði gefið Ísraelsmönnum þann úrslitakost að flytja lögregluþjóna sína á brott frá moskunni, áður en eldflaugunum var skotið í gær. Minnst 700 Palestínumenn særðust í áhlaupi lögreglunnar og nærri því 500 þurftu á sjúkrahús til aðhlynningar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar segir einnig að Arabar í Ísrael hafi haldið mótmæli víða í nótt vegna ástandsins í Ísrael og um ein stærstu mótmæli Palestínumanna í Ísrael um árabil sé að ræða. Mikil spenna hefur verið í Jerúsalem síðustu daga og hefur ítrekað komið til átaka milli lögreglu og mótmælenda. Spennuna má rekja til þess að Ísraelar ætla sér að reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem, sem landtökumenn hafa sölsað undir sig. Palestínumenn vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra í framtíðinni en Ísraelar hafa hersetið svæðið frá 1967. #UPDATE The United Nations rights office said Tuesday it was "deeply concerned" at the escalation of violence in the occupied Palestinian territories, east Jerusalem and Israel pic.twitter.com/AmQNx83c5e— AFP News Agency (@AFP) May 11, 2021 Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Ísraelsher segir fimmtán hinna látnu á Gasa vera meðlimi Hamas og Islamic Jihad. Tveir leiðtogar Islamic Jihad féllu í loftárás á morgun. Sex Ísraelar eru sagðir hafa særst þegar eldflaug lenti á fjölbýlishúsi í Ashkelon. Ríki heimsins hafa kallað eftir ró og að árásum á báða bóga verði hætt. Óljóst er hvort af því verður en talsmaður hers Ísraels gaf í skyn í samtali við blaðamenn í morgun að ekki stæði til að hætta árásum gegn Hamas. Ísraelski herinn segir að rúmlega 300 eldflaugum hafi verið skotið frá Gasa frá því í gær. Stór hluti þeirra var skotinn niður og her Ísraels segir þriðjung þeirra hafa fallið til jarðar á Gasa, samkvæmt frétt Reuters. Herinn segist hafa gert árásir á 130 skotmörk á Gasa. Átökin í gær hófust þegar Hamas byrjaði að skjóta tugum eldflauga að Ísrael og þar að auki að Jerúsalem, en það hafði ekki gerst síðan í stríðinu 2014. Eldflaugunum var skotið eftir áhlaup ísraelskra lögregluþjóna gegn hópi Palestínumanna í al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í gærmorgun. Al-Aqsa moskan er stödd á Musterishæð, sem er einnig heilög gyðingum. Nokkra daga í röð hafði áhlaup verið gert gegn moskunni, sem er einn helgasti staður múslima. Gúmmíkúlum var skotið að Palestínumönnum, auk þess sem hvellsprengjum og táragasi var beitt. Sjá einnig: Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Hamas hafði gefið Ísraelsmönnum þann úrslitakost að flytja lögregluþjóna sína á brott frá moskunni, áður en eldflaugunum var skotið í gær. Minnst 700 Palestínumenn særðust í áhlaupi lögreglunnar og nærri því 500 þurftu á sjúkrahús til aðhlynningar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar segir einnig að Arabar í Ísrael hafi haldið mótmæli víða í nótt vegna ástandsins í Ísrael og um ein stærstu mótmæli Palestínumanna í Ísrael um árabil sé að ræða. Mikil spenna hefur verið í Jerúsalem síðustu daga og hefur ítrekað komið til átaka milli lögreglu og mótmælenda. Spennuna má rekja til þess að Ísraelar ætla sér að reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem, sem landtökumenn hafa sölsað undir sig. Palestínumenn vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra í framtíðinni en Ísraelar hafa hersetið svæðið frá 1967. #UPDATE The United Nations rights office said Tuesday it was "deeply concerned" at the escalation of violence in the occupied Palestinian territories, east Jerusalem and Israel pic.twitter.com/AmQNx83c5e— AFP News Agency (@AFP) May 11, 2021
Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira