Enski boltinn

Conor McGregor: Ég gæti gert stóra hluti hjá Man United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Conor McGregor er að gera betri hluti í viðskiptalífinu en inn í búrinu þessa daga.
Conor McGregor er að gera betri hluti í viðskiptalífinu en inn í búrinu þessa daga. Getty/Jeff Bottari

Írski bardagakappinn Conor McGregor hefur áhuga á því að kaupa Manchester United en það er hins vegar ólíklegt að Glazer fjölskyldan vilji selja.

Stuðningsmenn Manchester United hafa verið ósáttir með Glazer fjölskylduna sem eigendur alveg frá kaupum þeirra árið 2005 en mótmælin toppuðu á dögunum þegar stuðningsfólkið kom í veg fyrir að leikur liðsins á móti Liverpool færi fram á Old Trafford.

Það varð allt vitlaust í apríl, eins og hjá öðrum félögum, þegar Manchester United tilkynnti að félagið væri einn af tólf stofnmeðlimum Ofurdeildar Evrópu. United dróg sig út úr þeim samningi eins og öll ensku félögin þegar í ljós kom að nær engum nema gráðugum eigendum hugðist það að sjá svona keppni verða að veruleika.

Conor McGregor blandaði sér þá í umræðuna með því að skella á Twitter: „Ég er að hugsa um að kaupa Manchester United! Hvað finnst ykkur um það?,“ skrifaði McGregor á Twitter og fékk líka mjög jákvæð viðbrögð.

McGregor hefur aftur á móti ekki efni á því að kaupa félagið einn. Hann er metin á allt að 300 milljónir dollara en Forbes verðmetur United félagið á tíu sinnum hærri upphæð eða þrjá milljarða dollara.

Stuðningsmaður spurði Conor McGregor út í þessa yfirlýsingu og Írinn svaraði honum.

„Í fyrstu fór ég að ræða það að kaupa Celtic ef ég segi alveg eins og er. Að kaupa hluti af Dermot Desmond,“ svaraði McGregor.

„Ég er án nokkurs vafa áhugasamur um að eignast íþróttafélag á háu stigi. Bæði Celtic og Man United eru félög sem ég er hrifinn af. Ég er til. Ég gæti gert stóra hluti hjá Man United,“ svaraði Conor.

Það má síðan deila um það hversu raunhæft það sé fyrir hann í fyrsta lagi að kaupa svona stórt félag fyrir mikinn pening og svo í öðru lagi að leggja enn meiri pening í reksturinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.