Erlent

Heimila bólu­setningu á börnum niður í tólf ára aldur

Eiður Þór Árnason skrifar
Fram að þessu gátu börn niður sextán ára fengið bóluefnið.
Fram að þessu gátu börn niður sextán ára fengið bóluefnið. Getty

Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt leyfi fyrir notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 hjá börnum niður í tólf ára aldur.

Neyðarleyfi framleiðendanna var útvíkkað eftir þeir birtu niðustöður klínískrar rannsóknar sem náði til 2.260 barna á aldrinum tólf til fimmtán ára. Áður mátti bólusetja börn niður í sextán ára aldur með bóluefninu.

Með ákvörðuninni segist stofnunin taka veigamikið skref í baráttunni við heimsfaraldurinn. Dr Janet Woodcock, framkvæmdastjóri FDA, sagði að ákvörðunin miðaði að því að færa Bandaríkjamenn nær því að binda enda á faraldurinn og snúa samfélaginu aftur í eðlilegt horf.

Hún bætti við að foreldrar og forráðamenn gætu treyst því að ákvörðunin væri tekin á grundvelli strangrar og ítarlegrar yfirferðar á öllum tiltækum gögnum um bóluefnið.

Um 260 milljónir skammtar af bóluefni gegn Covid-19 hafa verið gefnir í Bandaríkjunum. Hefur eftirspurn dregist saman nú þegar stærstur hluti þeirra sem sækist eftir bóluefni hefur lokið bólusetningu.


Tengdar fréttir

Börn niður í tólf ára fá bólu­efni Pfizer

Kanadísk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið ákvörðun um að heimila að börn niður í tólf ára verði bólusett með bóluefni Pfizer gegn covid-19. Kanada er þar með fyrsta landið sem leyfir svo ungum börnum að vera bólusett gegn covid-19.

Bandaríkjamenn í þann mund að leyfa bólusetningar á börnum

Gera má ráð fyrir að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) veiti leyfi fyrir notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech fyrir börn á aldrinum 12-15 ára í þessari viku eða næstu. New York Times hefur þetta eftir heimildarmönnum innan bandaríska stjórnkerfisins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×