Erlent

Börn niður í tólf ára fá bólu­efni Pfizer

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kanadísk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið ákvörðun um að heimila að börn niður í tólf ára verði bólusett með bóluefni Pfizer gegn covid-19. Kanada er þar með fyrsta landið sem leyfir svo ungum börnum að vera bólusett gegn covid-19.
Kanadísk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið ákvörðun um að heimila að börn niður í tólf ára verði bólusett með bóluefni Pfizer gegn covid-19. Kanada er þar með fyrsta landið sem leyfir svo ungum börnum að vera bólusett gegn covid-19. EFE/Berit Roald

Kanadísk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið ákvörðun um að heimila að börn niður í tólf ára verði bólusett með bóluefni Pfizer gegn covid-19. Kanada er þar með fyrsta landið sem leyfir svo ungum börnum að vera bólusett gegn covid-19.

Heilbrigðisráðuneyti landsins tók ákvörðun um þetta og byggði hana á gögnum úr þriðja fasa rannsókn á efninu þar sem börn á þessum aldri höfðu verið bólusett gegn veirunni.

Þegar var heimild til að bólusetja sextán ára og eldri með bóluefninu. Meira en 1,2 milljónir hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni í Kanada og um 20 prósent þeirra hafa verið undir nítján ára aldri.

Líkurnar á því að börn verði fárveik eða deyi af völdum veirunnar eru töluvert minni en hjá fullorðnum og frá því að faraldurinn hófst hafa aðeins örfá börn þurft að leggjast inn á sjúkrahús í landinu.

Í mars greindi Pfizer frá bráðabirgðaniðurstöðum þriðju fasa rannsóknar um áhrif bóluefnisins á börn á aldrinum tólf til fimmtán ára. Samkvæmt þeim niðurstöðum virkar bóluefnið í 100 prósent tilvika og ónæmiskerfi barnanna brást hratt við bóluefninu.

Lyfjastofnun Bandaríkjanna og Lyfjastofnun Evrópu eru nú með það til skoðunar hvort heimila eigi bólusetningu á svo ungum börnum og er búist við niðurstöðum stofnananna á næstunni.

Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá því í vikunni að hann væri þegar farinn að undirbúa bólusetningaráætlun fyrir þennan aldurshóp og hyggist ráðast í bólusetningar eins fljótt og auðið er.


Tengdar fréttir

Bandaríkjamenn í þann mund að leyfa bólusetningar á börnum

Gera má ráð fyrir að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) veiti leyfi fyrir notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech fyrir börn á aldrinum 12-15 ára í þessari viku eða næstu. New York Times hefur þetta eftir heimildarmönnum innan bandaríska stjórnkerfisins.

Vilja gefa unglingum bóluefni Pfizer

Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech ætla að óska eftir leyfi til að gefa unglingum á aldrinum tólf til fimmtán ára kórónuveirubóluefni sitt í Evrópu í sumar. Tilraunir standa einnig yfir með bóluefnið í börnum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.